Á að leggja niður samkeppnisstofnun?

Ég verð að svara þessari spurningu játandi, þó að hugmyndin að hafa svona batterí sem sér um það að það sé heilbrigð samkeppni í gangi, þá er þetta batterí alls ekki að virka!

Í fyrsta lagi, á sjónvarpsmarkaðnum, hvernig í andskotanum á að vera heilbrigð samkeppni, ef allir landsmenn ÞURFA að borga áskriftargjald að einni sjónvarpsstöðinni?

Í öðru lagi, olíufyrirtækin - ætlar einhver hérna að halda því fram að olíufélögin séu í einhverri samkeppni, þau hækka öll verðið um nákvæmlega sömu aurana á nákvæmlega sömu sek.

Í þriðja lagi, Tryggingarfélögin, þarna er heldur engin samkeppni, þau hækka tryggingarnar alltaf á sama tíma um nánast sama verð.

Samkeppnisstofnun á að gera eitthvað í þessu, þetta er ekki eðlilegt… það þarf annaðhvort að stokka verulega upp í samkeppnisstofnun eða einfaldlega að leggja hana niður!