Hæ allir spunaspilarar!

Hvernig væri nú að taka sig aðeins saman í andlitinu og skrifa nokkrar greinar? Lífga aðeins upp á áhugamálið?

Mér finnst eins og greinasafnið sé að mestu orðið eins og auglýsingaspjald fyrir það sem er að gerast í Nexus. Sem er ekki slæmt í sjálfu sér, en það býður ekki upp á miklar umræður um spunaspil, kerfi eða heima.

Nú er um að gera, skrifa um uppáhaldsheiminn sinn(setting), gagnrýna bækur eða kynna eitthvað sem við hin þekkjum ekki. Verið óhrædd við að skrifa, því þannig þrífst þessi síða.