Hef svo sem ekkert merkilegt að segja nema það hvað mér finnst ótrúlegt hve vel til tókst að taka ömurlegast og hræðilegasta spuna kerfi (AD&D) og gera það að mjög einföldu og spennandi kerfi (3E). Þar sem D&D serían hefur góð settings á bak við sig var svoldið leiðinlegt hvað AD&D var hryllilega glatað kerfi, heimskulega flókið að ástæðulausu (til hvers að hafa þetta thAC0 svona eins og það var) og erfitt að hafa persónur einstakar. Svo mikið af aukabókum að reglur voru farnar að snúast upp á móti hvor öðrum o.s.fr.
3E er svo svipað kerfi í grunnatriðum (Class based, level based, AC og sömu attributes) en samt svo nýtt og ferskt og eitt það skemmtilegast kerfi sem ég hef séð.

Auðvita snýst aðalmálið um að fara í hlutverk persónu en gott kerfi gerir ekkert til að skemma það.<br><br>Until zie Germans get here
“Where is the Bathroom?” “What room?”