Já, eins og könnunin litla gefur til kynna, þá er ég að hugsa um að fyrst enginn annar virðist vera að gera neitt í neinu í sambandi við mótið, þá ætla ég bara að taka mig til og gera það sjálfur.

En eins og allir vita, þá gengur ekkert spil upp á þess að það sé einhver við stjórnvölinn. Og því er þessi litli póstur hér, til að sjá hversu margir eru reiðubúnir til að leggja hönd á plóginn til að láta þetta ganga upp, og stjórna á þessu móti.

Að sjálfsögðu munu ýmiss konar forréttindi vera til handa þeim er kjósa að stjórna. Svo að þið sem ekki getið beðið eftir að prófa nýjustu hugmyndina í kolli ykkar, endilega hafið samband…

Kveðja, Gunni

Já, meðal annars. Hugmyndin er að hafa þetta mót í byrjun nóvember. Ég er þegar kominn með sal sem ég get fengið nokkurn veginn hvenær sem er. Hvernig líst ykkur á…?

Au revoir, Gunni<br><br>Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Einar Benediktsson
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.