Eru einhverjir til aðrir en ég og minn vina/spila hópur sem spila Cyberpunk 2020.. Og ef svo er hvernig líkar ykkur við CP2020. Að mínu mati er þetta eitt af bestu framtíðarkerfunum, [ég hef nú ekki prufað þau mörg] notar einfallt 10d kerfi og í alla staði aðlaðandi. Gjörsamlega hannað fyrir tækni-aðdáendur… og það flottasta við þetta allt saman er að cyberpunk framtíðarsýnin er ekki svo langt frá sannleikanum, bara verri hliðin. [the dark future].
Ímyndið ykkur bara eftir svona 20 til 30 ár ef þróunin heldur áfram á sama hraða hvernig þetta verður orðið. Bluetooth tæknin, GSM tæknin ; og það sem tekur við af henni: GPRS eða hvað það nú hét, Internetið, lófatölvur, virtual reality og allt hitt. Guð hvað mig hlakkar til að verða fertugur. Og á meðan ég bíð þá spila ég bara CP2020.

Og svona í lokin vil ég benda á…
www.cyberpunk.co.uk/
og forrit til að gera NPC..
dirtynpc.cjb.net

Takk og bæ.
Alkóhóli

PS.hefur einhver prufað nýju fuzion reglurnar [sem má finna á www.talsorian.com - undir freestuff].