Sælir spunaspilarar.

Ég er að leita mér að spilahóp sem spilar á skikkanlegum tímum og með góðan hópsanda. Mér þykir skemmtilegust White Wolf kerfin og mundi helst vilja taka þátt í spilahópum sem stunda þessi kerfi. Af White Wolf kerfunum þá lýst mér allra best á Vampire og Mage. Einnig hef ég mikinn áhuga á Wheel Of Time. Ég mundi ekki segja að ég hafi neina rosalega reynslu á spunaspilum þótt ég hafi prófað mörg kerfi. Ég hef aldrei helt mér neitt djúpt ofaní neitt kerfi því að ég er á þeirri skoðun að því minna sem reglurnar eru notaðar og sérstaklega því minna sem er rifist um reglurnar því skemmtilegra verður spila reynslan. Auðvita verða að vera reglur en fólk á ekki að láta reglurnar eyðileggja það sem hægt er að gera með hugmyndarfluginu og jafnvel láta reglurnar eyðileggja söguna. Ég er búinn að fá virkilegt ógeð á “ofur spilurum” og “reglu lögfræðingum”. Ég er á því að spunameistarinn hefur fullkominn völd til að breyta því sem hann telur vera rétt til þess að bæta reynsluna hjá manni og skemmtunina.

Ég er 20 ára strákur sem bý í miðborg Reykjavíkur. Ef einhver hefur áhuga endilega sendið mér póst á qauzzix(at)hotmail.com