Eru einhverjir þarna úti sem hafa áhuga á því að spila íslenskt pbem AD&D?

Mér datt í hug að stofna slíka grúppu, þar sem margir hafa kannski ekki endalausan tíma til að vera að spila, en flestir gefa sér tíma til að lesa tölvupóstinn sinn. Ég er að hugsa um að stjórna og nota Forgotten Realms heiminn. Characterar myndu byrja á 1.leveli.

PBEM, play-by-email, fyrir þá sem ekki þekkja, er roleplay í gegnum notkun emaila. Ætlast er til að leikmenn, players, skrifi amk. tvisvar í viku action, gjörðir. Þetta yrði algerlega bara fyrir íslendinga, oftast á íslensku(sumt verður bara ekki umflúið að hafa á ensku!!).

Áhugasamir sendið mér skilaboð með E-maili og ég reyni að hafa samband eins fljót og hægt er.