ég geri svona ráð fyrir því að fears, eða einhver kunningi hans, hafi sent inn þessa könnun…

smá leiðbeiningar fyrir vinnslu á könnunum.

EKKI ALHÆFA Í SVARMÖGULEIKA!!!

þú getur haft:
vampírur eru alltaf illar
vampírur eru yfirleitt illar
vampírur geta verið góðar
vampíru paladin, auðvitað

en þegar þú spyrð: vampire paladin…já eða nei?
þá átt þú bara að gefa svarmöguleikann já eða nei, ekki bæta við þeim orðum sem þér finnst henta til að annar möguleikinn sé líklegri.

það sem ég á við:
“nei, vampírur eru alltaf illar” möguleikinn er alhæfing á meðan;
“já mar, því ekki” er ekki alhæfing.

og samkvæmt mannlegri hegðun þá bregst fólk öðruvísi við alhæfingum heldur en þeim kostum sem leyfa fleiri möguleika.

þess vegna, ef þú gefur möguleika sem alhæfingu…þá verður þú að hafa alla aðra möguleika alhæfingu og vonast til að þú náir að tæma listann yfir önnur möguleg svör. Eða gefa stigsmöguleika þar sem alhæfing er á sitt hvorum endanum og frekari möguleika svör á milli (eins og í dæminu mínu að ofan).

það undarlega við þessa könnun er að (þegar þessi skilaboð eru skrifuð) mikill meirihluti, 71%…er andvígur því að vampíra geti verið paladin, þrátt fyrir alhæfingarmöguleikann.

samkvæmt sálfræði kannana þá mátt þú því gera ráð fyrir að um það bil 71% af þeim sem völdu “já mar, því ekki” hefðu annað hvort valið: “vampírur eru yfirleitt illar”, eða “vampírur geta verið góðar”
…en þar sem “vampírur geta verið góðar” á í raun líka við “já mar, því ekki” valmöguleikann þinn, þá eru einnig 71% af báðum möguleikum auka við fyrstu 71% í raun í valmöguleikanum “vampírur eru yfirleitt illar”.

bj0rn - andvígur rangt útfærðum skoðanakönnunum