Þar sem líf mitt virðist á köflum eitt langt nostalgíu tripp þá var ég að hugsa um þá gömlu góðu tíma þegar ég spilaði AD&D, og datt í hug að leggja eftirfarandi atvik fyrir ykkur í von um áhugaverðar athugasemdir.

Strákur sem ég þekki var þeirrar skoðunar að ef hann fékk einhverja góða hugmynd þá mátti enginn gera eins og hann, því þá var bara verið að herma eftir honum, rippa af hans xp ef svo má segja. Ég hins vegar leit á þetta sem svo að ef einhver fær góða hugmynd þá ættu allir að fá að njóta hennar. Þetta var svona eins að ef gaurinn sem fann upp hjólið hefði sagt að enginn annar mætti nota hugmyndina hans nema hann. En þetta er auðvitað ekki hinn raunverulegi heimur heldur heimur sem við höfum sjálfir gert( ef svo má segja), og þess vegna legg ég þessa spurningu fyrir ykkur.

Hver hefur rétt fyrir sér?<br><br>8)