okei, ég er DM… og málið er eftirfarandi… einn af mínum players er hvað getur mar sagt… mjög grunnur. Hann býr alltaf til Human Fighter því hitt dótið er of flókið, það er svo sem allt í lagi, en málið er hann stundar eiginlega ekki neitt ról-plei af viti… hann bíður bara eftir því að næsti bardagi kemur og segir þá “ég ræðst á dúddan sem er næst mér” þetta var allt í lagi þegar við vorum allir n00bar og adventurin voru bara hack and slash… þarna er dungeon hvað geriði? þarna er annað dungeon hvað geriði þá? og svo fram vegis, en nú er ég byrjaður að nota meiri sögu inn í dæmið og þá finnst mér slæmt að hann rólpleiji ekki mikið. Svo gef ég svona ról-plei XP alltaf líka og hann… jú fær alltaf minna en hinir svo það er byrjað að muna soldnu á XP sem hann fær og allir hinir ról-pleijarnir fá. Ég var að nú að velta fyrir mér, hvernig getur mar fengið svona spilara til að rólpleija meira og betur… vona ég nú að ég fái góð svör :)