Ágætu Hugarar!
Flest okkar hér hafa spilað AD&D í talsverðan tíma og þá hlýtur líka að vera erfitt að ætla að byrja á nýju spili, þ.e.a.s. nýjustu útgáfu af D&D. Sumir sem ég hef spjallað við hafa annað hvort verið á móti þessu nýja spili eða alveg með því.
En ég hef líka kynnst einu í viðbót. Það er bandarísk kona hér á fróni sem blandar þessu saman, spilar í gamla Forgotten Realms með öllum þeim kvikindum sem þar búa en notar samt í raun allt það besta úr báðum spilum.
Ég vil nú með þessum aumu skrifum mínum fá að vita hvort það séu fleiri þarna úti sem gera slíkt hið sama.

Takk fyrir,
Siggibet