ég hef ekki lengi stundað komur mínar hingað, en það er eitt sem ég hef aldrei tekið eftir. Það eru greinar eða korkar um Warhammer borðspilið, þe. Wh40K eða WHFantasy. Það er tiltölulega stór hópur sem stundar það að spila þessi spil og það gæti verið gaman að þessir einstaklingar gætu rætt saman á netinu um spilið, rétt eins og spunaspilarar geta. Sama má segja um Magic, Vampire(jyhad) eða öll hin safnkortaspilin. Er bannað að tala um þetta á þessari síðu eða er til síða fyrir þessi spil?
ég er þeirra skoðunnar að Warhammer sé svona semi-roleplay og ætti alveg heima á síðu sem þessari. Hvað finnst ykkur? haldið þið að ,,Warhammer-nördarnir" muni þrengja of mikið að ykkur eða er bara ekki pláss fyrir slíkt hér á huga.is?