Jæja nú ætla ég að dusta rykið af Mini Mótunum og skipulegja eitt slíkt fyrir 28 febrúar. Mótið mun byrja kl:18:00 og vera til svona 23:30 þeir sem hafa áhuga á að vera stjórnendur geta sent mér PM hérna á huga með eftirfarandi upplýsingum:

Spil/Kerfi:
Nafn stjórnanda:
Aldurstakmark:
sími:
Lýsing: koma með stutta lýsingu á ævintýrinu eða heimunum sem spilað er í.

Bætt við 30. janúar 2009 - 00:50
Nú eru komnir fjórir stórnendur á Mini Mótið sem er nóg fyrir svona litla samkomu. Mun bráðum setja upp listan með það sem er í boði og skráningar blað og auglýsingu í Nexus.