Hmm, eftir að hafa spilað einhvern slatta ekki of mikið eða of lítið, þá tek ég eftir því að sumir vilji að það sé alltaf verið að rúlla út hlutina.

Ég var að spila um daginn og eftir að hafa hitt eina persónu og talað við hana, þá vildi gminn að ég tæki eitthvert kast, sem fór aðeins í taugarnar á mér þar sem ég hafði ekki einusinni hæfileikan sem um var rætt, eftir að ég sagði það sem ég sagði, ég semsagt var í character og lék hlutverk mitt sem persóna og var síðan slengdur í gólfið með því að “taka roll”.

Eitthvað sem ég fýlaði var CoC á spilamótinu þar sem ég tók nánast aldrei nein köst einfaldlega út af því að ég lék senurnar sem persónan sem ég var og gminn fannst tilburðir mínir greinilega þannig að á köstum væri ekki að halda.

Hvernig tekur fólk almennt á þessu er það taktu Diplomacy roll eða er það samræður milli gms og spilara “in character”.

Persónulega vill ég láta kerfi hjálpa til en ekki halda aftur af sögu.