…það þegar gamla grúppan ykkar verður eilítið einhæf? Eða jafnvel að grúppan ykkar er eitthvað að spila öðruvísi en þig myndi helst langa til? Þetta er einmitt það sem er að hjá mér í augnablikinu, og því datt mér í hug að reyna að bæta úr því.
Ég er hreinn og húsvaninn bráðlega 17 ára stráklingur úr Breiðholtinu í Reykjavík, og hef verið að spila núna í tæpt ár. Ég hef nánast einungis spilað D&D 3rd. ed., en það hefur komið fyrir að tekið hefur verið smá Forgotten Realms, og einnig Askur. Ég á bækurnar Tome&Blood, Sword&Fist, Song&Silence og Defenders of the Faith.
Nú kemur spurningin: Er einhver grúppa sem vantar meðlim? Jafnvel bara til bráðabirgða? Ég hef spilað flesta classa í D&D, en held mest upp á Rogue, Bard og Sorcerer.

Ef ykkur vantar meðlim, endilega sendið mér línu.

Svo er líka annar möguleiki. Ég er með stutt ( svona 8 sessions ) ævintýri sem ég hef hannað, og er alveg til í að fá nokkra playera til að spila það með mér. Það er hannað fyrir D&D 3rd ed., og er fyrir svona 3-6 charactera. Þannig að ef ykkur vantar eitthvað smá svona auka, þá endilega bjallið í mig.

Eins og hjá flestum þá er aldur og kyn engin fyrirstaða.

Gunni
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.