Vá, mér lýður eins og algjöru fífli hérna en jæja, þannig er málið að mig langar geðveigt að prófa role play sérstakalega D&D, hef bara heyrt að þetta sé geðveigt gaman, en þar sem ensku orðaforðinn minn nær bara ekki svo langt að geta skilið það sem stendur um þetta á netinu er ég bara engu nær, einu íslensku upplysingarnar sem ég fæ um þetta er hérna á huga og þar finn ég bara eitthvað svona fyrir lengra komna.

Hvað er role play? hvernig virkar það? er þetta svona eins og í stutt myndinu “the gamers”? hvernig kem ég mér inn í svona? hvar byrja ég á þessu og hvar er Nexus? Yrði fólk sem ég myndi spila með geðveigt sárt ef ég færi bara að hlægja og fyndist þetta kjánalegt þegar ég loksinns prófa? Hvernig eru reglurnar og hvað er eiginlega druid eða bard? og fyrst ég er að spyrja að þessu á annað borð hvað er eiginlega barbarian?

Já ok ég er sjúk en allavega langar bara geðveigt að prófa.
Að hafa skoðun er réttur allra. Ég á mínar og þú átt þínar, þú mátt tjá þig um þínar skoðanir en ekki þröngva þeim upp á mig