Ég meina það, veit einhver hvað nörd NÁKVÆMLEGA er? Nei, hélt líka ekki. Þegar fólk er að sega að einhver sé nörd veit það ekkert hvað það er að sega… Nörd, að vísu veit ég sjálfur ekki nákvæmlega hvað það er en ég skal sega mína skoðun á þessu máli. Til er eitthvað sem heitir tölvunörd og fer eftir kunnáttu á tölvu ekki hversu mikið þú spilar hana né hvað þú gerir í henni. Ég nú reindar fann upp á því sjálfur en veit ekki hvort einhver annar hafi fundið upp á því áður; orðið FÓTBOLTANÖRD. Ég lýsi fótboltanördum sem að annað hvort vita allt um fótboltasöguna og spila eða spila ekki fótbolta (allt of mikið) horfa á fótbolta í sjónvarpinu mega ekki missa af einum einasta þætti…
Svo er það víst til eitthvað sem heitir bara beint NÖRD sem (að ég held) fólk sem les bækur allt of mikið, veit allt um allt og er svona næstum kennarasleykja ef ekki er það nú þegar. Þess vegna held ég að nörd hafi verið fært yfir á fólk sem spilar spunaspil. Spunaspilarar spila mikið út á bækur og vita allt um þetta og þegar um þetta er rætt skilur fólk ekki botn í neinu ef það hefur ekki vit um þetta. Svo er nú tíminn breyttur. Nú er þetta líka að fara út á útlitið. Hvað er að þessu liði… Er ekki bara hægt að spyrja: Veit einhver hvað í ósköpunum nörd er “UPPRUNALEGA!”???
En jæjja, ég vil endinlega fá svör hvað ykkur hinum finnst um þetta og segið endinlega frá því hvað ykkur finnst nörd vera.
BTW. Að mínu mati er nörd orð sem enginn veit hvað þíðir upprunalega en þýðir nú í dag fólk sem veit mikið um hlut/hluti sem fólk veit lítið um og þegar það talar um hlutinn er ekki hægt að botna í honum nema vita grunnin á hlutnum fyrirfram.
En nú spyr ég ykkur: Hvað finnst ykkur nörd vera?

ES. Þetta er mín sköðun:)
My software never has bugs. It just develops random features.