Nei, hér á ég ekki við hinn klassíska sorcerer úr DnD, heldur annað stykki af “galdrafólki” úr heimi nokkrum sem ég er að hanna. Eins og ég skrifaði um vefarana hér um daginn ætla ég nú að rita smá um seiðkarla frá sjónarhorni ferðamanns.

———————

Seiðkarlar. Þeir eru drifkraftur þeirra ættbálka sem dvelja í suðri. Meistarar bölvanna og þeir sem ginna til sín djöfla og ára úr eldinum sem þeir senda svo til að fremja ódæðisverk sín á þeim sem minna mega sín.
Þetta er allt lygi og uppspuni, það sem smábændur segja sín á milli; dómar byggðir á fáfræði þeirra.

Sannleikurinn er allt annar.
Seiðkarlar eru að sjálfsögðu göldróttir, en afstaða þeirra er sérstök. Af þeim guðum sem færðu okkur galdra, til góðs eða ills, var Aska, gyðja eldsins sú eina sem færði engar gjafir. Frá henni renna engir kraftar eða kraftaverk. Hvers vegna í ósköpunum ætti hún, eftir allt saman, að gefa gjafir til þess fólks sem batt hana í iðrum jarðar?

Aska var eitt sinn óhamin. Hún æddi um heiminn, brennandi allt sem hún snerti til kaldra kola og ekki var til sá kraftur sem þurfti til að hemja hana, ekki einu sinni hjá bróður hennar, Ohto guði vatna og sjós.

Með samvinnu þeirra er fylgdu jörð og vötnum, var hún loks bundin með miklum fórnum og mikilli trú og þarmeð kom til verunnar sá ættbálkur sem við hana er bendlaður.

Ættbálkur þessi dó ekki ráðalaus. Ef gyðjan vildi ekki gefa þeim krafta sem og hinir guðirnir gerðu, myndu þeir einungis þurfa að veita sér þann kraft sjálfir og þannig, í gegnum þúsundir ára lærðu þeir að hemja sína eigin orku, sem þó svipaði mjög til elds.

Þeir lærðu nefnilega að eldur var í raun ekki sú orka sem þeir áður höfðu haldið, heldur umbreyting á orku eða efni yfir á annað stig. Þeir litu til náttúrunnar og sáu, ólíkt öllum öðrum, að í henni bjó mikill, ónotaður kraftur sem einungis þurfti að leysa úr læðingi… í gegnum eldinn.

Í dag er seiður þeirra nær fullkominn. Þeir vinna seið sinn í gegnum tilbúin merki á jörðinni, merki sem eru í líki stjarna, þeirra stjörnumerkja sem má finna á himninum í dag. Á þessum stjörnum raða þeir þeim hlutum sem innihalda krafta og þvinga hann yfir í annað form, form sem að þeir senda í miðju stjörnunnar, þar sem hann er bundinn í litlum gripum og þarmeð reiðubúinn til notkunnar seinna. Eldur og stjörnur stýra lífi ættbálksins.

Ég hef séð ógurlega hluti; menn vekja hina dauðu til lífs… fljúga og ég hef jafnvel séð menn stjórna skuggum eins og brúðum.
En megi allir fjandar hafa það, sá máttur sem fylgir seiðkörlum, mátturinn sem þeir sjálfir gáfu sér, er ofsafenginn og hræðilegur. Eldur er þeim sem leikfang, því að þeir skipa honum fyrir eins og þræli. Eld-tungur og örvar skjótast frá þeim eins og ekkert sé.

Aldrei… aldrei mun ég standa í vegi seiðkarls sem kann til verka sinna, því þannig brenna borgir, þannig brann Virk.

————

Jæja, sögulok.

Þessir galdrakallar vinna seið í gegnum stjöru-symbols (eins og pentagrams).

Reagents eru sett á punktana og eldur leiddur á milli. Svo þvinga þeir orkuna í einhvern lítinn hlut (tinnustein, járnpípu, etc) sem er svo notaður seinna.

Allir þessir hlutir kosta sitt af sjálfsögðu, þó að það virðist vera lítið máld t.d að redda sér “brennisteini” (sem þeir nota afar mikið) þá er slíkur hlutur nokkuð dýr (allavega í mínum heimi). Ég meina… hefur fólk ekkert betra en að hætta sér á háhitasvæði til þess að ná í illa lyktandi efni? Aftur á móti eru aðrir hlutir auðfengnir (eins og salt eða svartur sandur).

Allavega. Komment og spurningar… blabla.
EvE Online: Karon Wodens