Hefur einhver hérna horft á bíómyndir eftir japanska leikstjórann Akira Kurosawa og tekið eftir því að plotið í þeim væri frábær hugmynd að campaigni eða adventure-i? Það þarf alls ekki að hafa eitthvað Japans-þema þótt myndirnar hafi það.

Ég myndi gjarnan vilja vita ef þið vitið um mynd sem hefur góð plot að geyma.
Ætla að nefna þær myndir sem ég hef séð (spoiler-free):


Yojimbo (“Lífvörðurinn”); Samúræi kemur í bæ þar sem pattstaða er komin upp í valdabaráttu tveggja glæpa-klíka. Hann er nógu góður að berjast til að veita þeim sem nær tryggð hans völdin. Hann ákveður hins vegar með brögðum að láta klíkurarnar eyða hvor annari út og bjarga þannig bænum frá ógnarstjórn.

Kakushi-toride no san-akunin (“Fallda virkið”); Landamæri færðust til vegna stríðs tveggja ættbálka (clans), helsti hershöfðingi og stríðsmaður ættbálksins sem tapaði verður eftir innan landamæra óvinarinns ásamt prinsessu ættbálksins og gullsjóði, falin í litlu, fölldu klettavirki. Hann verður að koma ofdekraðri prinsessunni og grýðarstóra sjóðinum yfir landamærin til ættbálks síns.