Sælir allir.

Ég vil vinsamlegast biðja þá sem við á að gæta orða sinna. Persónuárásir og meinyrði eiga ekki heima hér. Mér þykir miður að hafa ekki minnst á það fyrr en ég vona að frá og með þessum pósti muni þessum barnaskap linna.

Ef þið eruð í vafa hvað ég á við þá á ég við að þið hættið að koma með athugasemdir líkt og “hinn er mjög obnoxious Soprano Troll” og annað verra sem ég hef séð líðast í þessu horni okkar.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.