Jæja, til að koma einhverri umræðu í gang hérna (um annað en D&D Reglur); Hvað finnst ykkur þá vera besta kerfið sem þið hafið spilað?

Persónulega finnst mér það var Dungeons & Dragons 3.5
Enda langmest spilað það :D

Ég hef reynt fyrir mér í Castles & Crusades, World of Darkness og AD&D.
Langar að kynna mér fleiri, en veit ekki hvar ég kemst í þau, nema að kaupa mér allt grunndótið og smala saman í dedicat´aða grúppu sem vill spila þetta kerfi (sem er hægara sagt en gert!)

Ég er eflaust mest spenntur fyrir að prófa Shadowrun og WOW RPG´ið.

Verst að flestir vinir mínir sem eru inn í RPG eru annað hvart niðurhlaðnings bastarðar og/eða D&D Fanboyistar og/eða svo staurblankir að þeir eiga ekki fyrir bókum og dóti. Hvað þá að skjóta blint á grunnbækur annara kerfa:´S