Við erum nokkrir sem ætlum að spila D&D 3,5 sem er ekki frásögu færandi nema þá að einn þeirra ætlar að spila sem svikari og leiða hina spilarana í gildru. Pælingar mínar eru þessar: Er hægt að komast hjá því að láta spilarana kasta sense motive í hvert sinn sem hann lýgur að þeim t.d. hvert þeir eiga að fara eða hvort þetta sé óhætt og svo framvegis því hann á að vera “guide”? Er ekki dálítið of mikið að láta hann fá töfraitem sem gerir honum kleift að ljúga sig máttlausan á 4 leveli?
The Game - You just lost it