Er í augnarblikinu með einum spilahóp en þar eru flestir ofurspilarar ( powerplayers ) og reglulögfræðingar. Ég spila með þeim útaf því að mér finnst gaman að spila og ég þarf að fá smá útrás á spilaþörfinni hjá mér. Ég er að leita mér að nýjum hópi til að spila með. Ég hef hugsað mér að stofna mína eigin hóp en mér finnst bara miklu skemmtilegra að vera spilari heldur en stjórnandi. Ef það er einhver hópur sem langar til að bæta við sig einum spilara í viðbót þá mundi mig langa til að vera með.

Ég er 19 ára strákur og hef reynslu með alveg helling af spilum. Ég er mjög mikið fyrir White Wolf kerfin. Ég stend nánast alltaf með GMinum útaf því að hann sér um að skapa stemminguna og ég þoli ekki þegar fólk er að rífast við GMinn. Ég bý mér til kall sem mér finnst gaman að spila og er mjög oft þessi “mage” týpa.

Einum sem langar að spunaspila almennilega

- Qauzzix.
qauzzix@hugi.is<br><br> - Qauzzix