Ég vil endilega fjalla nánar um söguna sem ég ætla að hafa á minimótinu eftir rúma viku. Hér er stutt lýsing sem þið gætuð hafað lesið annars staðar:

Stjórnandi: Haukur Dór
Kerfi: Storyteller - World of darkness
Reykingar illa liðnar, en leyfðar í hófi

16 ára aldurstakmark verður í þessari sögu. Einnig fer stjórnandi fram á að þeir sem skrái sig muni virða söguna og meðspilara sína. Þessi saga hentar ekki fyrir þá sem líta á hugleiki sem tækifæri til að kasta teningum allt kvöldið, heldur fyrir þá sem hafa gaman af því að setja sig í fótspor ímyndaðrar persónu, glíma við vandamál hennar, lífshættu og hrylling.

World of darkness er sá heimur sem við búum í, með þeim undantekningum að skuggarnir eru lengri, húsasundin drungalegri og lífið hættulegra. Yfirnáttúruleg öfl eiga heima í þessum dimma heimi, en fáir dauðlegir menn vita af því.

Sagan á sér stað við landamæri Bandaríkjanna og Kanada. Hópur fyrrverandi skólafélaga er á leið til Seattle eftir að hafa dvalið yfir helgi á hóteli í Kanada til að endurnýja kynnin tíu árum eftir útskrift (re-union). Óvæntur atburður á sér stað á leiðinni heim; atburður sem markar upphaf tryllingslegrar kvöldstundar þessara skólafélaga. Óskiljanlegir hlutir fara að gerast, hræðslan ágerist og í allri ringulreiðinni er aðeins eitt víst: þessi nótt mun hafa djúpstæð áhrif á líf þeirra allra…


Ég vona að ég fæli fólk ekki frá með þessari klausu um spilarana. Ég er bara að taka fram að þetta sé kannski ekki hentugt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hlutverkaleikjum. Hins vegar er þetta kjörið tækifæri fyrir vana spilara að kynnast Storyteller kerfinu og/eða hinum nýja World of darkness.

Ég kem til með að fá herbergi út af fyrir mig og mína spilara (“horror-herbergið”:)) og þar verður dimmt og drungalegt. [Insert evil laughter]

Þið sem ætlið að mæta að spila Storyteller: munið að koma með slatta af tíu hliða teningum, helst 10 stykki á mann.

Ef áhugasamir hafa einhverjar spurningar þá getið þið baunað þeim á mig hér.