ég byðst velvirðingar! þegar ég sá að þræðirnir voru orðnir 999 þá gat ég ekki hamið mig að gera þráð númer 1000!!!

en víst að ég er byrjaður þá er um að gera að gera eitthvað vitrænt!

ég er í spilahóp sem hefur spila Dungeons and Dragons lengi! byrjuðum að spila ADND, fórum svo yfir í D&D 3.ed. svo nýlega fórum við að fikta í Modern D&D og D&D 3,5! þegar ég lít yfir farinn veg hjá hópnum okkar og horfi þá sérstaklega á spilamennskunna okkar þá verður mér alltaf hugsað…erum við að spila þetta rétt? það sem ég tek mest eftir varðandi spilamennskunna okkar er sú undarlega staðreynd að í hvert skipti þegar við erum nýlagðir af stað í eitthvað skemmtilegt ævintýri þá byrjum við að tortryggja hvern annan og á endanum, langt frá því að klára ævintýrið, erum við farnir að reyna að drepa hvorn annan! ég get ekki sagt að það hafi alltaf verið leiðigjarnt, en það getur verið þreytt stundum! en sama hvaða characterar eiga í hlut, evil barbarians eða good paladins, þá endar það alltaf þannig að spilarnir nota hvert einasta tækifæri til að drepa hvorn annan!

reyndar er eina partyið sem við gátum spilað í “rétta átt” er þegar við spiluðum allir caotic evil charctera. þeir voru svo illir að þeir svöluðu morðþorsta sínum fyrir hvor örðum með því að drepa allt annað í kringum þá!

en öll þessi pæling vekur upp stærri spurningu: hvort er mikilvægar að “spila rétt” eða að einfaldlega að skemmta sér við að spila, þó það sé að drepa meðspilara sína??
Nafn: Knotania