Mér datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að nota battlegrid samsett úr sex-eða átthyrningum og nota svona litlar plast“perlur” (svona stutt, lítil plaströr, sem leikskólakrakkar raða á svona sjöld með pinnum uppúr, svo er straujað yfir þetta og perlurnar límast saman og mynda eitthvað sniðugt (oft hjörtu eða hringi bara)), málið er að battlegrid tekur of mikið pláss og er pirrandi stirt, svo eru módelin rándýr, þess vegna datt mér þetta í hug. Þessar svokölluðu perlur eru margvíslegar að lit og getur hver litur táknað einhverja ákveðna kallategund.
Hefur einhver prófað þetta?