hér er ég, einn eldheitur aðdáandi spunaspils (þó aðallega D&D) og ég sit hérna veltandi því fyrir mér….hvenær verður almennilegt spilamót næst? þar sem margir einstaklingar koma saman og svitna við það að kveða niður ill öfl eða góð í þeim tilgangi að skemmta sér og öðrum!! þar sem góður hópur spunameistara (dma/gma) ráða örlögum sála þeirra sem við borð þeirra sitja, hver í keppni við annan í von um að vera sá útvaldi til verðlauna, Spunameistarinn!

(p.s. spilamót eru ekki bara mót, heldur upplifun, reynsla og skemmtun! af hverju er ekki meira gert af því að halda spilamót? er ekki hægt að gera spunaspil að einhvers konar keppnis íþrótt? skák er nú víst talin sem íþrótt! hvernig er spunaspil öðruvísi? (fyrir utan þá augljósu ástæðu að því er stjórnað? :D) ef hægt væri að gera þetta af íþrótt, þá gætu spilasessions heimafyrir talist æfingar! undirbúningur fyrir mótið! þar sem stjórnendur og spilendur móta hæfileika sína og skilning á íþróttinni. svo þegar mót kemur er sett í flugírinn og spunið af fingrum fram!)

einn með djúpar pælingar, gozer!
Nafn: Knotania