Ég á ekki WFRP kerfið en hef spilað það (stuttlega) og er í augnablikinu með nokkrar bækur í láni. Í fullri hreinskilni sökkar kerfið ansi mikið. Ég er að fara að nota heiminn með GURPS-kerfinu vegna þess að heimurinn er brill en kerfið ekki.
Ég myndi ekki festa neitt fé í WFRP bókum akkúrat núna vegna þess að ný útgáfa af kerfinu er á leiðinni og mun væntanlega margt breytast þar. Það er ekki einu sinni víst að source bækur virki vel áfram því væntanlega verður tímalínunni ýtt áfram til þess tíma sem er “present day” í Warhammer Fantasy Battles.