Jæja, þá er sumarið komið og veturinn leið án þess að alvöru spilamót færi fram í Reykjavík lengst af. Reyndar var mót í lok síðasta sumars, september að mig minni í Vogunum.

Þó var reynt að halda eitt slíkt, en sökum dræmrar þátttöku þá tókst það ekki. Skammist ykkar, þið sem klikkuðuð!

En við verðum að tryggja að næsti vetur verði ekki jafn bragðdaufur og sá síðasti. Það gengur ekki að halda bara eitt mót á ári, ég trúi því ekki að spunaspilarar á Íslandi séu ekki virkari en svo.