Ég mæli eingregið með að sem flesti komi höndum yfir leikinn Dues Ex… þar sem hann er einn af bestu leikjum í sögu leikja ;)

Hann er svipaður System Shock [sem er tær snilld] á þann hátt að hann er FPS/RPG og kemur frá sama gaurnum, Warren Spector. [Þeir sem ekki kannast við Warren Spector meiga bara hætta að lesa þetta og fara spila kapal :þ] En Warren Spector er einn af guðunum í leikja heiminum á meðal Will Wright, Peter Monelux og fleirum.

Leikurinn er þekktur fyrir að vera frekar vandvís á þrívíddarkort, og þá sérstaklega kort sem eru frá nVIDIA ;) En hægt á að vera að laga það með því að sækja plástur fyrir hann. Annars verðið þið bara að redda ykkur 3Dfx korti…

Spilið þennann leik hann er meistaraverk!
Mortal men doomed to die!