Ég var beðinn um að DMa núna um daginn, og tók bara vel í það enda ekki spilað í næstum ár. Við ákváðum gróflega persónur og ég er í því að skapa heim fyrir ævintýrið.

Einn drengur sem er með, er reyndar sá sem stakk upp á þessu. Hann vill spila D&D3 en ég á það ekki og kann það ekki og nenni hvorki að redda því né læra. Ég hins vegar kann AD&D2 eins og handarbakið á mér og vil þess vegna spila það.

Nú hugsa ég, ÉG ER DMINN. Á ég ekki að ráða þessu. Hinir þrír eru hlutlausir en hallast frekar að minni hugmynd vegna þess að þá mun þetta ganga fyrr og hraðar. En hvað í ** á ég að gera í þessu, því við gætum misst þennan sem vill D&D3 og það vil ég helst ekki :(<br><br>
Af mér hrynja viskuperlurnar…
<b>——————————–</b>
<i>Lífið er táradalur. Þú mátt aldrei hætta að synda því þá drukknar þú.</i> <a href="http://www.vegfarandi.tk">Vegfarandi.</a
Af mér hrynja viskuperlurnar…