Jæja fór að hugsa og datt í hug að kynna málið fyrir ykkur, þar sem þetta er kerfi sem fæstir hafa heyrt um áður.

Realms of Darkness er “fantasy” kerfi sem notast við gamla Cyberpunk teninga kerfið (1d10). Þetta er nokkuð gritty kerfi og er miklu raunverulegra en t.d. D6D (sem reyndar á ekkert að vera raunverulegt). Settingið er hins vegar “mjög” einfalt. Notast er við Evrópu eins og við þekktum hana um árið 1000. Samt kemur fantasy inn í þetta með að fyrir finnast monsters og önnur race, þrátt fyrir að þau séu mjög sjaldgæf. Einnig er eitthvað slakað á í tækni varðandi vopna og verju smíðar. Það er þessar klassísku D&D armour fyrir finnast allar þarna. Þrátt fyrir að vera nokkur hundruð árum á undan sinni samtíð. Galdrar í heiminum má líkja við það sem Tolkien notar. Það er til en mjög sjaldgæft og flestir óttast/virða notendur galdra.
Heimurinn er ekki þessi sugar coated version sem við eigum að venjast í D&D, í þessu setting deyr fólk úr plágum og sjúkdómum og það er ekki það auðvelt að láta lækna sig eftir að hafa verið barinn í mél af Ogre.

Bara svona til að kynna málið, ef þið hafið einhverjar spurningar látið þær flakka.

tves