Petya kom síðasta litla kasthnífnum fyrir í slíðrinu í beltinu. Þeir vor þá orðnir 8 talsins, 6 í beltinu og sinn hvor í slíðrum sem voru fest við handleggi hans. Hann ákvað að skilja bogan eftir, þetta yrði ekki það löng ferð og men, hvað þá álfar, sem voru of gráir fyrir járnum voru ekki vel liðnir af höfuðborgarvörðum Mirros. Kasthnífarnir yrðu nóg af skotfærum ef til vandræða kæmi, svo var hann líka vopnaður 3 öðrum vel beittum eggjárnum. Sverðin tvö hvíldu hin rólegustu í slíðrum sínum sem voru reifuð um lærin á Petya svo þau slógust ekki til þegar hann gekk, eitthvað sem kom sér mjög vel þegar læðst var um hýbýli þar sem hann var mis mikið velkominn, oftar en ekki MJÖG mis mikið velkominn. Sverðin tvö voru nær eins að öllu leiti fyrir utan að annað blaðið var lengra en hitt og silfur rýtingurinn sem slíðraður var í belti Petya aftarlega bar sömu stílmerki. Petya hafði látið smíða þessi blöð svo og fleiri vopn og verjur fyrir sig í stórborginni Glantri eftir sérstaklega arðbæra ævintýraför fyrir nokkrum árum. Vopnin voru ekkert annað en meistarasmíð, ennþá hárbeitt eftir allan þennan tíma þrátt fyrir að Petya hafi ekki sinnt viðhaldi þeirra sem skyldi. Blöðin voru hefðbundin í laginu, mjókkuðu örlítið eftir lengd blaðsins þar til hliðar blaðsins beygðu skyndilega inn og sameinuðust í hárfínum oddi og einföld blóðrönd rann beint eftir blaðinu. Hjöltin voru kolsvört og lítt skreytt en lagið á þeim minnti einna helst á útbreidda leðurblökuvængi. Leður fötin sem Petya var nú kominn í hafði hann einnig látið sérsníða á saman tíma. Leðrið hafði verið sérstaklega vel unnið og olíuborið strax eftir að nautinu sem það kom af var slátrað og var það því mýkra og meðferðalegra en fyrir vikið. Leðrið var líka burstað og litað svart svo Petya gat verið eins illsjáanlegur og hann vildi í hæfilegu myrkri. Petya tók föggur sínar og sveipaði utan um sig dökk grárri ullarskikkju, haustkvöldin í Karameikos gátu verið vel köld og það var tveggja daga reið til Mirros þar sem förinni var heitið. Eftir stutta viðkomu í hesthúsinu var hann svo lagður af stað ásamt reiðskjóta sínum Nökkva.

Sólin var ný skriðin upp fyrir trjátoppana þegar Petya reið úr hlaðinu á huggulegu setri sínu og það var enn kaldur raki í sem kvöldið hafði skilið eftir sig. Petya reyndi að láta hugann reika en það gekk ekkert, hann fór alltaf aftur að hugsa um atburði næturinnar og um bréfið. Petya fór aftur yfir það í huga sér sem stóð í bréfinu;

“Kæri Bróðir.

Ef allt hefur gengið að óskum ert þú að lesa þetta bréf eftir að hafa opnað kistilinn sem ég lét senda þér og hitt mig í nýju ”heimkynnum“ mínum. Þig var ekki að dreyma, ég er ekki dáinn, en ég er heldur ekki lifandi. Ég er fangi hér á þessum stað milli lífs og dauða. Líkami minn er glataður og ég á að vera horfinn handan móðunnar miklu en hér sit ég fastur, nógu nálægt til að sjá móðuna en kemst ekki nær. Ég er búinn að vera hér mun lengur en þú gerir þér grein fyrir bróðir og ég þarf þína hjálp við að halda för minni áfram. Þú þarft að hjálpa mér að klára að deyja, eins fáránlega og það hljómar.

Þú verður að fara til Mirros og hitta þar mann að nafni Kravin Stovinol. Hann heldur sig til í annarri hæð í húsinu við hliðina á krá sem heitir ”Þrír þyrstir þorskar“ sem er niðri við höfnina. Drífðu þig til Kravins sem fyrst og kynntu þig fyrir honum, þá munu hlutirnir skýrast aðeins.

Mundu að taka skrínið með þér. Það er lykillinn á milli okkar, þú getur notað það til að tala við mig þegar þar að kemur.

Þinn bróðir…
Firan Solatir”

Petya var að velta fyrir sér hvað væri nú í vændum í annars frekar fjörugu lífi hans þegar hann tók eftir því að það reið maneskja til móts við hann. Hann pírði augun örlítið til að sá að þarna var Katarína á ferð, þjónustustúlka hans og eldabuska frá Rifllian. Petya hafði fjárfest í mátulega stóru sveitasetri í skóglendinu í kringum Rifllian bæ fyrir tveimur árum síðan. Hálfu ári eftir það varð honum ljóst að hann var enginn maður til að halda heimili enda meiri útitýpan, svo hann óð yfir uppsafnaða draslið í forstofunni sinni, reið til Rifllian og réði til sín fyrstu manneskjuna sem vantaði auka pening til að koma til sín tvisvar í viku og taka til í húsinu og elda ofan í hann kvöldverð (Petya var heldur enginn kokkur). Katarína var því búin að vinna hjá Petya núna í eitt og hálft ár og var hún honum nú ómetanleg aðstoð og þar að auki var hún líka mjög góður félagsskapur. Lífsneistinn í þessari ungu ekkju var svipað litríkur og hjá Petya sjálfum og þau nutu þess bæði að vera til og lifa lífinu þrátt fyrir þá erfiðleika sem á þeim hafði dunið. Þetta er bara partur af lífinu áttu þau til með að segja hvoru öðru yfir vínglasi eftir matinn en það var eiginlega orðin venjan að Katarína eldaði ekki bara matinn handa Petya þegar hún kom til hans heldur settist einnig niður með honum og þau nutu hans saman, enda fannst Petya félagsskapurinn jafn mikils, ef ekki meira virði en maturinn.

Katarína hafði tekið eftir Petya og var að veifa honum og kalla “Hó! Petya. Halló!”. Petya reið til móts við Katarinu og heilsaði.

“Hvað ert þú svo að þvælast?” spurði hann.

Katarína horfði á hann með grallarasvip sem fór vel saman við eld rautt liðað hárið sem streymdi niður á axlir. Hún gat verið voðalegur púki þegar hún vildi. “Hvað áttu við?” svaraði hún og lyfti annarri augnabrúninni langt fyrir ofan hina. “Ertu eitthvað að spauga með mig núna eða…?” sagði hún og leit eftirvæntingafull í kring um sig.

Petya horfði á hana eins og pottaplanta horfir á málverk. “Nei ég meina…hvað ertu að gera hingað? Vantaði þig eitthvað?” spurði hann frekar ekki með á nótunum.

Grallarasvipurinn á Katarinu byrjaði að hjaðna niður hægt og rólega og hún skoðaði Petya hátt og lágt. “Petya minn, það er Sóladagur.” Petya leit út fyrir að vera engu nær svo hún bætti við “Ég kem alltaf og þrýf hjá þér og elda á Sóladögum og Móldögm, eins og ég er búin að gera í eitt og hálft ár.” Hægt og rólega dagaði skilningur í augum Petya. “Er ekki allt í lagi með þig vinur? Þú lítur eitthvað svo…” hún virtist leita að rétta orðinu “skringilega út?”.

Petya hristi hausinn. “Ææi, fyrirgefðu, ég er bara búinn að vera svo annars hugar. Auðvitað er Sóladagur, kjáni get ég verið. Hérna…eeh…ég þarf að bregða mér til Mirros og verð sennilega í einhverja daga svo þú getur sleppt því að koma allavega næstu viku eða svo. Ég er ekki búinn að rusla svo mikið til frá því þú komst seinast.” Sagði hann glottandi. “Hafðu engar áhyggjur´, ég borga þér samt fyrir þessa daga” bætti hann við þegar hann sá að áhyggjusvipurinn á henni var ekkert að hverfa.

“Ertu viss um að þú sért ekki lasinn Petya minn? Ég sé mjög greinilegan mun á þér sem mér lýst ekkert á.” sagði hún ennisþung “Ég er bara ekki viss hvað það er…” bætti hún við hálf hvíslandi við sjálfa sig.

“Nei, nei Kata mín það er allt í lagi með mig, svaf bara illa í nótt.” laug hann og vonaði að Katarína vissi ekki að Álfar svæfu lítið sem ekkert. “Njóttu bara frísins á meðan þú getur, ég kem við hjá þér þegar ég kem aftur. Ég þarf að drífa mig.” sagði hann og brosti. Hann gaf Nökkva þéttingsfast spark í síðuna og þaut af stað “Sjáumst eftir nokkra daga” kallaði hann til hennar.

Katarína sat eftir í dágóða stund og horfði á eftir Petya. Henni leist ekkert á blikuna. Það var eitthvað breytt við álfinn en hún bara kom því ómögulega fyrir sér. Eitthvað ásýnilegt. Samt leit hann út alveg eins og hann leit alltaf út. Hún snéri reiðskjóta sínum við og byrjaði að tölta heim á leið þungt hugsin.



Daginn eftir var Petya kominn til Mirros, höfuðborgar Karameikos konungsdæmisins. Ferðin hafði gengið snurðulaust fyrir sig og Petya var borginni nógu vel kunnugur til að vera ekki í vandræðum með að finna “Þrjá þyrsta þorska”, sóðalega krá í versta hluta bryggjuhverfisins. Handmálað skipti hékk fyrir utan kránna þar sem þrír ölvaðir fiskar sátu við borð og skáluðu. Petya glotti, svona húmor var honum að skapi.

Það var langt síðan Petya hafði komið til borgarinnar og iðandi mannlífið heillaði en hann mátti ekki vera að því að njóta sín og gleyma sér í tilgangslausu markaðstorgsrápi. Hann ákvað hinsvega að nýta ferðina til fulls þegar hann væri búinn að hverju því sem hann þurfti að gera fyrir Firan.

Það vöru tvö hús sitt hvoru megin við “Þrjá þyrsta þorska”. Hrörlegur eins hæða viðarkofi stóð hægra megin við krána og Petya grunaði að hann væri notaður sem birgðar geymsla fyrir kránna en vinstramegin var tveggja hæða hlaðið steinhús, engu að síður alveg jafn hrörlegt og kofaskriflið. Petya labbaði að illa vanræktum trjástiga sem lá meðfram hliðinni á húsinu upp á aðra hæðina, prófaði að hrista hann aðeins til að gá hvort hann hryndi nokkuð niður, trítlaði rösklega upp, barði að dyrum og beið. Ekkert svar.

Petya opnaði hurðina varlega en passaði sig að gera það með nógu miklum látum til að hver sá sem inni væri yrði ekki bylt við. “Halló?” kallaði hann og kíkti inn fyrir.

“Halló? Hver er þar?” var kallað rámri röddu á móti.

“Kravin? Kravin Stovinol?” spurði Petya og tók tvö skref inn fyrir.

“Kannski. Hver ert þú?” spurði ráma röddin hverrar eigandi sat við subbulegt hringlaga borð og gældi við ölkrús í einu horni íbúðarinnar sem var eitt stórt opið rými.

Petya ofbauð lyktin þarna inni. Samblanda af úldnum fisk, skemmdu brennivíni og svitafýlu. Petya lokaði hurðinni til að loka úti dagsbirtuna og leyfði álfaaugum sínum að venjast myrkrinu sem þau og gerðu á nokkrum sekúndum. “Ég heiti Petya Randolov. Mér skilst að þú búist við mér?”.

Það lifnaði yfir karl-uglunni sem sat við borðið. Hann stóð upp og brosti óþægilega tannlausu brosi og byrjaði að haltra í átt að kommóðu sem stóð upp að einum veggnum. “AAaaah jú komdu inn, komdu inn” sagði hann glaðlega. “Ég var einmitt farinn að efast um að þú myndir koma.”. Petya leit í kring um sig og gat ekki annað en efast sjálfur um ágæti þess að hafa komið. Kravin opnaði efstu skúffuna á kommóðunni og tók upp lítinn kistill mjög svipaðan þeim sem Petya var sjálfur með í bakpokanum sínum. “Látum okkur nú sjá.” muldraði Kravin í gegnum rytjulegt bjórblautt yfirvaraskeggið um leið og hann opnaði kistilinn og tók upp skjal. Petya pírði næm augun og sá rofið innsigli Firans bregða fyrir á skjalinu. Kravin snéri sér að Petya og sagði “Ég fékk skýr fyrirmæli um hvað ég ætti að gera fyrir þig.”. Hann brosti aftur og tvær fiskiflugur sem höfðu verið á sveimi um herbergið forðuðu sér út hið snarasta.

“Jæja, það er gott að annar okkar veit allavega hvað ég er að gera hér.” muldraði Petya meira við sjálfan sig en einhvern annan.

“Ég átti að byrja á að lesa fyrir þig smá sögu, hlustaðu nú vel.”. Ég ér nú alveg full fær um að lesa sjálfur takk fyrir hugsaði Petya en þagði, reyndi að slétta úr krumpuðu nefinu, kreisti fram bros og lagði við hlustir.

Kravin byrjaði : “Kvelondaragos gandelamantú gestot pal púnamandíga impjol pindonamana halemindor…”. Hvaða endemis þrugl er þetta, hugsaði Petya þegar hann var búinn að fullvissa sig um að maðurinn væri ekki bara svona þvögumæltur. “…pelinikúland faloss!”. Skjalið sem Kravin hélt á fuðraði upp í ljósum logum í höndunum á honum. Petya fannst hann skyndilega veða miklu léttari og fnykurinn magnaðist til muna í nösunum á honum. Hann leit niður og sá sér til mikillar skelfingar að hann stóð þarna nú í ógeðslegum blettóttum fatalörfum Kravins. Hann leit á Kravin sem stóð hinumegin í herberginu og dáðist að nýjum klæðum sínum, fötum og brynjum Petya og það sem verra var, vopnum hans líka. Jafn skyndilega og honum fannst hann léttar fór Petya nú að finna fyrir miklum þunga hvíla á sér. Hann leit snögglega á klæðaborð sinn í þeirri veiku von að hann væri kominn aftur í sín eigin föt en sá þess í stað fatalufsurnar byrja að handa utan á honum þegar kraftmikill brjóstkassinn féll saman. Þvottabrettið sem Petya kallaði maga varð lint og innfallið og Petya sá stælta upphandleggi sína skrælna upp eins og sveskjur uns nánast húðin ein hékk urtan á beinunum. Petya varð ekkert þyngri, síður en svo, hann léttist um tugi kílóa á augnabliki. Vöðvar hans og styrkur voru að hverfa. Hann leit máttvana upp að Kravin og sá hvar hann tútnaði út hægt og rólega þar til hann fyllti vel út í fötin hans Petya. Með nýfengnum styrk þrammaði hann skælbrosandi í átt að Petya og dró stærra sverðið hans úr slíðrinu. Tréfóturinn hans virtist ekkert aftra honum en Petya aftur á móti fann fyrir miklum stirðleika og sársauka í hægri löpp sinni og þegar hann reyndi að stíga fram til að verja sig gaf hnéð sig og hann hrundi í gólfið. Petya ætlaði að stökkva á fætur og fleygja sér af öllu afli í fang Kravins til að reyna að grípa í einhvern af hnífunum sem enn voru í beltinu hans en áorkaði litlu öðru en að kippast asnalega til í gólfinu. Petya hafði alla tíð verið sterkur og þessi skyndilega breyting á því ástandi var ekki að fara vel í hann. Hjartað hans hamaðist og hann var orðinn andstuttur út af engu. Petya bölvaði upphátt á álfatungu sem honum fannst reyndar skrítið þar sem hann talaði álfamál ekki mjög vel og skildi reyndar ekki tvö af þeim orðum sem hann lét út úr sér en fannst þau hafa eitthvað með serðingar og svín að gera en hann mátti ekki vera að því að spá í málfræðilegum hliðum þess að bölva. Hann reyndi einusinni enn að standa upp, öskraði á Kravin leiðbeiningar um hvar Petya fyndist hann eiga að troða hausnum og hvernig, allt á álfatungu og hann komst upp á annað hnéð, aðeins betur undir það búinn að taka á móti höggum frá Kravin. Kravin hló dátt brosandi og sparkaði Petya auðveldlega aftur niður með tréfætinum. Meira álfabölv frá Petya. Ég verð þá að reyna að rúlla mér frá hugsaði hann og hugur hans fór ósjálfrátt að reyna að meta hvort væri hagstæðara að rúlla sér til hægri eða vinstri. Kravin reiddi sverðið til höggs og sagði hlæjandi “Merkilega sniðug brella þetta. Ég er bara nokkuð ánægður. Ég vissi að ég fengi nóg af gulli fyrir að hlýða en mér datt ekki í hug að ég fengi styrk og heilsu á við sterkan ungan álf. Heheheh. Já næsti hluti fyrirmælana var einfaldlega að drepa þig svo við sjáumst bara í undirheimunum félagi.”. Petya slakaði á og undirbjó sig. Þetta var allt undir viðbrögðunum komið núna. Petya vonaði bara að þessi veiklulegi líkami hefði aflið í að framkvæma það sem vel þjálfaður hugurinn fyrirskipaði.Smá slaki í upphandlegsvöðva, örlítil breyting í halla olnbogans, pínu snúningur á úlnliðnum. Höggið var að koma.

NÚNA! Petya lyfti hægri hendinni og beindi henni með opinn lófann niður og alla putta út teigða í áttina Kravin eins og hann ætlaðist til að þessi veiklulega hendi gæti stöðvaða höggþunga blaðsins, og kallaði með dimmum skipandi sönglanda “SOLINALIA!”. Unaðsleg alsælutilfinning fylgdi strax í kjölfari þessara orða og Petya fann ylvolga golu strjúka um kinn hans og hann kitlaði skringilega í útrétta höndina sérstaklega í puttana. Það tók Petya smá stund að átta sig á því að frá puttum hans streymdu logar með ógurlega afli. Krafturinn frá sprengingunni sem hann hafði framkallað með hendinni hafði kastað Kravin um metra aftur á bak og logarnir þutu enn í stríðum straumum frá puttum hans og grilluðu Kravin miskunnarlaust lifandi. Skinnið á Kravin sauð og hann öskraði af öllum lífs og sálarkröftum af sársauka og þegar lungun voru tæmd dró hann sinn síðasta andann þar sem loftið allt í kringum hann logaði og lungu hans brunnu innan frá á sekúndubroti. Hann hékk líflaus í loftinu, haldið uppi af krafti logana. Sekúndum síðar dóu logarnir út og Kravin féll í gólfið enn logandi á köflum. Petya sat grafkyrr og reyndi að hugsa. Alsælutilfinningin var horfin en hann fann enn kitlandi fiðring um allan líkaman.

“Eeeeeeh…” stundi hann. “Óóóóóóókeeeei…?”. Petya starði á hendina á sér hálf hræddur við að hreyfa sig. “Ég ætlaði ekki alveg að gera þetta?!?” sagði hann við sjálfan sig. “Eiginlega bara alls ekki neitt að gera þetta?!?” bætti hann við. “Hefði samt verið ágætt að vita það að ég gæti þetta fyrirfram.” muldraði hann enn starandi furðulostinn á höndina sína sem rauk enn ofurlítið úr. Petya hafði aldrei á ævinni, allavega þeirri ævi sem hann mundi eftir notað galdra. Hann hafði alveg reynt, en aldrei sýnt nein ummerki um nokkra hæfileika. Það í sjálfu sér var frekar skrýtið þar sem Petya var álfur og álfar hafa töfra í blóðinu af eðlisfari. Scares Escabar félagi hans hafði lengi reynt að útskýra það fyrir Petya enda hálfur álfur sjálfur enn það breytti engu. Petya var gjörsamlega sneyddur allri galdrahæfni og fjölkyngi. Eða…hafði allavega verið það. Petya var ekki viss hvað hann hafði setið þarna lengi að hann myndi ekki kveikja í sjálfum sér ef hann hreyfði sig en nú tók hann eftir því að vöðvar hans voru hægt og rólega að tútna aftur út í eðlilega stærð. Bölvunin sem Kravin hafði kastað var greinilega að fjara út. Hann gaf þessu nokkra stund en sá að hann þyrfti greinilega að skipta á fötunum handvirkt, sem var reyndar eins gott því leðrið var enn sjóðandi heitt utan um Kravin og húðin hans var öll bökuð saman við efnið. Petya lét nægja að taka beltið sitt og bakpokann. Hann tók sér líka nokkrar mínútur í að slökkva litla elda sem höfðu kviknað í hinum og þessum húsgögnum á bak við Kravin. Síðasta hugsun Petya áður en hann hraðaði sér út úr íbúðinni var að lyktin sem hann fann þegar hann kom inn var allavega horfin. Hann var samt ekki alveg viss um að hann væri eitthvað sáttari við lyktina sem núna yfirgnæfði allt annað þarna inn. “Grillaður galdramaður!” muldraði hann og steig út í ferska sægoluna.