hér er saga sem ég byrjaði á um daginn…
það gengur hægt en hér er fyrsti kaflinn
*****************************************************

*Vondar fréttir*

Loftið er hlýtt og lyktar af nýbökuðu brauði. Ferskur andvarinn laumast inn um herbergisgluggann og liftir lauslega upp hvítu hekluðu gluggatjöldunum. Rauðbrystingur syngur á grenigrein rétt fyrir utan og innan úr eldhúsi heyrist lágt glamur í diskum.
Ung rauðhærð hnáta liggur í litlu rúmi inni í litla notalega timbur herberginu og horfir út um gluggann. Þrátt fyrir alla þessa dásamlegu hluti er hún sorgmædd. Henni dreymdi illa og rauður bjarmi sólarinnar var ekki til að bæta skap hennar. Rauð sólarupprás gat ekki þýtt neitt gott og draumurinn situr enn í henni. Hún byltir sér, hrædd við að mæta fréttum dagsins, en brátt opnar góðlátleg, dökkhærð kona hurðina og bíður henni hressilega góðan daginn. Þegar hún sér tár á vanga dóttur sinni gengur hún inn og tekur hnátuna í fangið.
“Hvað er að, yndið mitt?”
Stúlkan svarar engu og kúrir sig að hálsi móður sinnar.
“Svona, svona. Fékstu martröð?”
Lág ekkasog heyrast frá stúlkunni og axlir hennar titra en hún segir ekkert.
“Svona, svona. Það er allt í lagi núna. Komdu fram og fáðu morgunmat. Ég bakaði tómatbrauð, uppáhaldið þitt og Pabba:”
Ekkinn eiks og stúlkan ríg heldur í móður sína sem strýkur henni elskulega um hrokkið hárið.
“Pabbi kemur heim í dag. Þú manst það, er það ekki?”
Stúlkan lítur upp, augu hennar eru rauð og það lekur úr litla frekknótta nefinu. Hún lítur sorgmætum en ákveðnum augum á móður sína
“Nei Mamma, hann kemur ekki. Hann er dáinn”
Móðirin fölnar og verður orðlaus í smá stund en svo brýst reiðin framm.
“Hvernig dettur þér það í hug, Amelía? Þú mátt ekki segja svona!” Hún hristir dóttur sína reiðilega. “Nú kemur þú fram eftir að þú hefur klætt þig og borðar mogunmat. Svo ferðu að sækja egg.” Hún strunsar út úr herberginu. Kannski brást hún of illa við en hún getur bara ekki ímyndað sér afhverju dóttur hennar datt í hug segja slíkt.
Stúlkan sígur upp í nefið og klæðir sig. Hún veit að faðir hennar er dáin, jafnvel þó Mamma trúi því ekki. Hún sá það í draumnum.



Himininn er grámyglulegur og kaldur er ung og falleg rauðhærð kona rís úr rekkju í litlu timurherbergi. Gömlu hekluðu gardínurnar gera lítið til að fegra útsýnið en úti er þögn nema einstaka árrisull fugl kvakar í eymsemd. Amelía stinur þungan og klæðir sig í ullarsokkana, það er aftur komið gat á hælinn. Hún klæðir sig og byrjar að sinna húsverkunum. Þegar hún er að mjólka kúnna verður henni litið á sólarupprásina. Það fer hrollur um stúlkuna; hún er blóðrauð. Ætli það hafi ekki verið einhver ævintýrahópur sem lenti í of mörgum drýslum eða orkum –hugsar hún með sér.
Þegar hún er að klára að mata farlama móður sína heyrir hún umgang fyrir framan húsið. Amelía stendur upp og grípur til járnteinsins í eldstónni um leið og bankað er á hurðina.
“hó, vér leitum aðstoðar, er hana að finna hér?” er mælt með furðulega hljómfögrum hreim.
“hver fer þar?” svarar amelía varfærnislega og færir sig nær hurðinni með járnið mundað.
“Vér erum Arafanel Sirfalas og með oss er bróðir vor Fingolfin Helyanwe. Hann er særður og vér leitum skjóls því brátt mun rigna”
Röddin er karlmannleg en mjúk og traustvekjandi og Amelía opnar hurðina ósjálfrátt. Fyrir utan stendur ungur maður með sítt mosagrænt hár sem hengur losaralega fram á andlitið svo hún nær ekki að skoða hann nánar en henni sýnist húð hans vera föl græn. Hann styður annan mann sem hefur fengið illa gerða ör í hægri öxlina og sýnist Amelíu blæða mikið. Föt bræðranna eru þakin óhreinindum en henni sýnist þau vera að mestu úr brúnum skinnum, vel gerð en gömul.
Arafanel gengur inn og lítur í kringum sig. Ekki er mikið að sjá í litla eldhúsinu en hann sér þó bekk í horninu sem hann leggur bróður sinn á og byrjar að klæða hann úr að ofan.
“Viljið þér vera svo væn að sjóða vatn svo vér getum sinnt sárunum”
<br><br>kv.
Icequeen
<a href="http://elfwood.lysator.liu.se/loth/r/o/rosadogg/rosadogg.html“>Myndasafnið mitt á Elfwood/Lothlorien</a>
<a href=”http://elfwood.lysator.liu.se/zone/r/o/rosadogg2/rosadogg2.html“>Myndasafnið mitt á Elfwood/Zone47</a>
<a href=”http://elfwood.lysator.liu.se/fanq/r/o/rosadogg3/rosadogg3.html">Myndasafnið mitt á Elfwood/FanQuarter</a