Ég og 4 aðrir vinir mínir höfum planað að spila D&D 3d. edition núna næstu eða þarnæstu helgi. Við erum búnir að búa til persónurnar sem við ætlum að spila og eru þær þessar.

Ég - Rogue = Er fyrstur í gegnum göng og dýflyssur. Scouta áfram og aftengi gildrur er þar leynast.

Vinur 2 - Cleric = Læknar sár og áverka hópsins og er stuðningur gegn undead.

Vinur 3 - Paladin = Aðalkletturinn, í fremstu víglínu og er ávallt fyrstur í bardagan. Og extra stuðningur gegn undead.

Vinur 4 - Sorcerer = Stuðningarskotkraftur með sýna galdra og álög styður hann hópinn vel.

Og síðast en ekki sýs hinn allranauðsynlegi DM

Að mínu mati er þetta nokkuð vel valdar persónur. Allar hafa sýnu mikilvæga hlutverki að gegna og allar styðja hópin vel.