Jáhá … í campaigni þar sem ég stýrði og var reyndar með einn karakter í líka var helvíti skemmtilegur bardagi. Og ætla ég að lýsa honum hér.

Alla vega … fjórir dvergar og einn húmungur leggja af stað í ferð til að sanna karlmennsku sína, beint inná heilagan stað til einkaður Moradrin.

Það fyrsta sem þeir sjá er þeir mæta á staðinn er lítið orka-enkampent fyrir utan. Eftir smá tíma eru þeir búnir að drepa alla þá orka sem voru þarna fyrir utan (staðinn) fyrir utan (as in “nema”) orka-höfðingja sjálfan sem hafði opnað hurðina og barið á svona gong til að láta alla hina vita. Þá réðst einn dvergurinn á hann, bull-rushaði honum inn og skallaði hann svo með þeim afleiðingum að höfuðkúpa Orksins molnaði og heilinn í honum klíndist við allt gólfið og allt varð frekar subbulegt.

Svo komu 28 orkar í viðbót ásamt einu Ogre og eftir harðan bardaga þar sem flestir voru illa særðir, náðu þeir loks að drepa þá alla. En tveir lifðu af, annar hljóp inn og út á brú sem brotnaði undan honum og hrundi hann niður sér til ólífis.

Alla vega … gengið heldur áfram og kemur að brú, fyrir neðan brúnna er bara DJÚPUR pittur… þeir sjá ekkert ofan í, endar drífur Darkvision-ið þeirra einungis sextíu fet. Einsog brúinn virtist brothætt (sjá ork sem lifði af fyrir ofan) ákváðu þeir að senda húmunginn yfir hana fyrst.

Ekki fór það betur en svo að þegar hann var kominn hálfa leið yfir lét “Roper” nokkur til skara skríðar sem var hinum meginn við brúnna… (æjá, þeir bundu líka band við Roperinn sem þeir höfðu í human-inum svo hann myndi ekki hrynja niður) alla vega… Roper þessi tætir í sundur tvær stultur sem brúinn hékk svo hún hrundi á annan endan. Og reyndi svo að ráðast á alla dvergana.

Eftir stuttan bardaga þar sem Human gaurinn hékk í silkireipi 100 fet niður í pittinn, dó Roperinn og einn dvergana greip í reipið og hélt honum. Þá kom ein Wyvern upp úr pittinum og réðst að dvergunum… Önnu beið niðri og fór að leika sér að John (humanin hét það) … Dvergarnir reyndu að veiða wyvernið sem kom upp í bandið með því að fleygja þeim bút af Roper-inum sem bandið var í utan um hálsin á því.

Sem tókst :D

svo hljóp sá dvergur er hélt í John af stað út úr hellinum til að draga hann upp úr. Þá beit wyvernið á bandið og sleit það í tvennt sem olli því að John datt á gólfið fyrir neðan og missti meðvitund.

Eftir smá stund bakkaði wyvernið sem var fyrir ofan smá vegis þannig að það var beint fyrir ofan miðjuna þar sem brúinn var. Ekki tókst það betur en svo að bandið sem hékk ennþá í þessari Wyvern hékk ennþá og notuðu dvergarnir það til að stökkva og grípa í, smátt og smátt lækka hæðina á dýrinu svo að seinasti dvergurinn gat hoppað ofan á það.

Wyvernið brást við því með því að steypa sér niður og svo þegar það var komið næstum því á botninn sneri það við og flaug beint upp. Þrír dvergana misstu takið þá og duttu á botninn… akkúrat í tæka tíð til að bjarga John frá Wyverninum sem var að fara að borða það.

Næsti dvergur missti meðvitund í þeim bardaga… Þá héldu hinir tveir sem höfðu misst takið í það að klifra upp… gekk það hálf-brösulega en gekk þó.

Á meðan lagið wyvernið af stað með einn dverg hangandi aftur á sér í bandi og gerði allir hinar svínakúnstir til að skella honum í gólf og loft og ish.

Svo datt henni í haug að steypa sér aftur niður að gólfinu og bjarga málunum þannig, en þegar hún var kominn nógu neðarlega hoppuðu hinir tveir dvergarnir af því sem þeir voru að klifra og á Wyvernið… það var a.m.k planið, ekki tókst það betur en þannig að einungis öðrum tókst það. Hinn datt niður á gólfið og missti meðvitund. Hehehe.

OG núna voru tveir dvergar hangandi í reipi á eftir Wyvernið … þegar hún flaug upp og ætlaði svo út úr hellinum komust dvergarnir tveir í snertningu við gólfið og notuðu það til að stoppa sig… og tóku str check á móti Wyverninu… þá kipptist veran við og strekktist bandið soldið mikið utan um hálsin á því. Þá ruku dvergarnir tveir á bráðinna og hjuggu hana í spað.

Svo fóru þeir niður til að bjarga félugum sínum og tóku þá eftir öllum þeim fjársjóði sem var þarna niðri.

En þeir eru bara búnir að taka eftir tvemur verum sem Orkinn hefði getað verið að tala um sem dreka. .. hvar er sá seinasti ????

hehehhee…

þetta var helvíti skemmtilegur bardagi … <br><br><a href="http://fearz.blogspot.com">thugblog dauðans!</a