Fyrir nokkuð mörgum árum kom upp í hendurnar á mér Askur Yggdrasils spilið. Ég hafði það af að spila Spunameistarabókina en ekki hina. Spilið virkaði hins vegar svo geysilega flókið að ég lagði aldrei út í það að stjórna þessu fyrir neinn (enginn sem ég þekkti kunni að spila kerfið) og því rykféll það í herberginu mínu.

Á spilamótinu um daginn var ég hins vegar svo lánsöm að spila hjá honum Frikka og skemmti mér þetta líka vel! Reglurnar eru auðvitað nokkuð flóknar á ýmsum sviðum, t.d bardaga, en það má þá bara sníða þær aðeins til.
Heimurinn er mjög skemmtilegur og býður upp á skemmtilegt roleplay.

Ég mæli eindregið með þessu fyrir þá sem eru að velta fyrir hvað þeir ættu að prófa næst.
Askurinn lengi lifi!<br><br><a href="http://www.rithringur.is">Rithringur.is - Vettvangur fyrir rithöfunda</a