Hér kemur næsti hluti sögunnar…

Höfuðborg Halruua er ólík flestu sem Enriqe og Matrim hafa séð áður. Mest af umferðinni fer fram á fljúgandi teppum langt yfir höfðum vegfaranda. Glæsilegir turnar garldrakarlanna ná upp í skýin og á hverju horni má finna búð er verslar með kyngimagnaðar vörur. Leið þeirra liggur beint í trúarlega hluta borgarinnar þar sem standa tvö glæsileg musteri og verið var að reysa það þriðja. Hofið í miðjunni er tileinkað Mystru, galdragyðjunni, og við syðri hlið þess stendur musteri guðs þekkingar, Azuth. Norðan við Hof Mystru eru sex garldrakarlar að verki við að reysa himinháa veggi úr fílabeini, sem þeir kalla upp með göldrum sínum.
Félagarnir gleyma þó fljótt garldrakörlunum er þeir sjá unga glæsilega konu með logandi ljóst hár íklædda gyltum útsaumuðum kjól. Hún er greinilega við stjórn og Enriqe þekkir hana strax úr hugljómun sinni. Dráps Hnífurinn titrar af eftirvæntingu.
“Við skulum skipta með okkur verkum, þú finnur gististað meðan ég fylgist með konunni” mælir Enriqe og leggur hönd sína léttilega á Dráps Hnífinn til að róa hann.
“Samþykkt, ég verð ekki lengi.”

Matrim heldur galvaskur af stað, ríðandi eftir götum borgarinnar. Hann er vel vaxinn og sólin leikur um brún-gylta húð hans og ljóst hár, þetta hlýja landslag er ólíkt heimkynnum hans en hann kann samt vel að meta það. Fljótt áttar hann sig þó á því að allir bestu gististaðirnir eru ofarlega á húsunum og ekki þýðir að ætla að ná til þeirra af hestbaki. Hann ákveður því að setja klár sinn í geymslu og kaupa sér fljúgandi teppi.
Matrim arkar inn í næstu garldrabúð og á móti honum tekur eldri kona íklæddum hvítum klæðum.
“Get ég aðstoðan?”
“já takk, ég er að leita mér að teppi, svona fljúgandi teppi”
“já, að sjálfsögðu. Hvernig má bjóða þér?”
“ha?”
“eins, tveggja eða fimm manna?”
“ehh, tveggja væri ágætt.”
“gjörðu svo vel, hvernig skal greiða?”
Matrim glottir og tekur upp úr bakpoka sínum stærðarinnar poka fullan af gulli og gimsteinum. “á borðið”
“ekkert mál. Komdu hérna á bakvið og ég tel það” Konan brosir vingjarnlega, hún er greinilega vön að taka á móti ríkum ævintýramönnum. “má bjóða þér te?”
“nei takk, kannske seinna. Vertu sæl.”
“en-” hún ætlar að segja e-ð fleira en Matrim er þegar kominn út á götu. Konan glottir með sjálfri sér og fer út í glugga. Þetta verður áhugavert, hugsar hún.
Matrim skellir teppinu á götuna og sest.
Ekkert gerist.
“Fljúgðu af stað.”
Ekkert gerist.
“upp, upp”
Enn gerist ekkert. Eftir nokkrar tilraunir gefst Matrim upp og fer inn í búðina aftur. “afsakið en eru einhverjar leiðbeiningar?”
Konan á erfitt með að halda niður í sér hlátrinum í fyrstu en róast og gefur honum upp leyniorðið og hvernig á að stjórna teppinu.
Matrim þeysir um himininn eins og reyndur flugkappi og skemmtir sér nokk vel. Adam var þó ekki lengi í Paradís og brátt kemst Matrim að því að fylgja þarf ákveðnum reglum til að forðast árekstravið aðra loftfarendur. Þegar svo var komið áttar Matrim sig á því að hann er algerlega týndur! Hann veltir fyrir sér í smá tíma hvar hann eiginlega gæti verið en kemur þá auga á þetta flotta gistiheimili. Það er á tólf hæðum en inngangurinn er á fimmtu hæð. Matrim setur áhyggjur sínar til hliðar, veður inn og bókar tvær svítur, aðra á sjöundu hæð og hina á þeirri áttundu. Þegar hann hefur borgað hið ofurháa verð ákveður hann að tími sé til kominn að finna Enriqe.

Enriqe fylgist með ungu prestynjunni úr fylgsni sínu. Í rauninni hefði hann ekki þurft að fela sig í húsasundinu, ef hann vill getur hann horfið inn í mannfjölda og enginn tekur eftir honum. Þar eð ef hann er ekki í sínum sérsaumuðu svörtu fötum. Hann hefur alltaf verið venjulegur í útliti. Þegar hann var yngri angraði hann örlítið að geta ekki heillað ungar stúlkur en í gegnum tíðina hefur hann lært að meta sitt auðgleymanlega andlit og meðal háa líkama.
Enriqe lítur til sólar, Matrim er búinn að vera í burtu í þó nokkurn tíma og Enriqe hefur lokið könnunum sínum á staðháttum.
Loksins bompar Matrim niður á jörðina á torgið fyrir framan hann.
“Þú tekur þér tíma!”
“æ, þegiðu og komdu, við setjum Lilla í hestageymslurnar og notum teppið.”
“hmmm honum verður ekki vel við það en ætli hann verði ekki bara að sætta sig við það. Kannske eru merar þarna.”

Þegar þeir koma aftur á gistiheimilið (eftir nokkrar krókaleiðir) koma þeir auga á gamla kunningja; dularfulla, grímuklædda þjófinn Diego og hina fögru en alvarlegu Cadinu Ikantos. Þau höfðu ferðast aðeins saman áður og ákveða þeir því að setjast hjá þeim. Cadina horfir rannsakandi á þá með djúpum visku augum. Hún er falleg með sitt stutta hár og alvörugefna andlit… tala nú ekki um stæltan líkaman, kvarflar að Matrim, en ég myndi ALDREI þora að snerta hana!

“Hvað eruð þið að gera?” Forvitnaðist Matrim varlega.
“Oh, bara skoða… ég var að vonast til að komast á bókasafnið hjá þeim Azuth-um en þeir eru einhverra hluta vegna með lokað.” Svaraði Cadina með yfirvegaðri röddu.

Þau skiptast á nokkrum orðum um veðrið og hvað þau hafa verið að gera. Hvorugur hópurinn gefur þó neitt merkilegt upp, eins og þeirra er vani. Brátt fer Matrim að leiðast kurteisin og vindur sér beint í skipulagningu verksins með Enriqe. Cadina hlustar á mál þeirra og lýsir fljót yfir áhuga sínum til að aðstoða við “fjarlægingu” prestynjunnar.
“Mér líkar ekki við Waukeen… hún kann ekki að fara eftir reglum.” mælir hún yfirlætislega. “Diego, þú ætlar að aðstoða líka, ekki satt”. Einhvernvegin hefur Enriqe á tilfinningunni að þetta hafi ekki verið spurning en Diego virðist ekkert kippa sér upp við það og samþykkir. Hvað ætli sé í gangi milli þeirra… Íhugar Enriqe en ýtir þeim hugsunum fljót til hliðar þar sem mikið af skipuleggingu er þörf.

Yfir stórkostlegri sjávarréttaveislu ræða þau saman um hvað skal gera en í miðri veislunni snar þagnar Cadina. Hún finnur kalt vatn renna milli skinns og hörund og veit þegar í stað að eitthvað yfirgengilega gott hefur komið inn. Hún lítur við og sér hvar Prestynja Waukeen gengur inn með þrem öðrum prestum.

Kveðja
IceQueen