Ég mætti galvösk á Fáfnismótið um helgina og bjóst við fínni stemningu og fjöri.
Þegar ég mætti á staðinn blasti hálftómur salur við. Og það átti ekki mikið eftir að bætast við.
Stjórnendur voru að standa sig með prýði að flestra áliti en spilarana vantaði. Sunnudagurinn kom enn slakar út.

Hvað er eiginlega að fólki? Af hverju mættuð þið ekki? Finnst ykkur svona hundleiðinlegt að spila á móti eða var þessi helgi af einhverjum ástæðum óheppileg?

Ég á bara ekki til orð til að lýsa gremju minni yfir þessari slöku mætingu.
Getið þið ímyndað ykkur að Fáfni liggi eitthvað á að skipuleggja næsta mót? Með það í huga hvað mætingin var hörmuleg þá efast ég um að þeir vilji leggja út í það vesen að skipuleggja mót næstu árin!

Ég hefði ekki getað ímyndað að fólk væri svona slappt.

Takk kærlega fyrir að mæta og stuðla að framgangi spunaspils á Íslandi!

Kisa.<br><br><a href="http://www.rithringur.is">Rithringur.is - Vettvangur fyrir rithöfunda</a