Ég keypti mér fyrir stuttu Dungeons & Dragons Player's Handbook og einhverjum vikum seinna Dungeon Master's Guide. Ég var rosalega ánægður með þetta allt saman og spilaði aðeins með vinum mínum. Síðan í morgun var mig farið að langa aðeins að spila, en við höfðum ekki spilað í 2 mánuði. Þá sögði þeir mér að þeir hefðu engan áhuga á spilinu lengur og sögðu að þeir nenntu ekki að spila. Ég varð svolítið sár enda hef ég mikinn áhuga á þessu öllu saman og hef verið að plana aðspila í tvö ár. Ég á fullt af góðum hugmyndum á tölvunni minni sem að núna eru gagnslausar. Og svo sit ég líka uppi með bækurnar auðvitað.

Ég er sárfátæur drengur og þar sem að ég hef ekkert að gera við þessar bækur ætla ég bara að selja þær.

Player's handbook er svolítið sjúskuð en alveg í fullkomnu lagi. Blaðsíðurnar eru hreinar og fínar. Ég myndi segja að hún væri vel farin.

Dungeon Master's Guide er alveg rosalega farin og lítur bókstaflega út eins og beint úr Nexus. Það eina sem er öðruvísi er að það vantar verðmiðann,en ég get sagt ykkur að á honum stóð 3.740 kr.

Þetta tvennt vil ég selja á 6000 kr. Ég vona að ég losni við þetta, annars sit ég uppi með þetta að eilífu…<br><br>Roggi - <A HREF="http://www.roggi.homestead.com/roggi.html“>Besta Zelda síðan</A>
<hr>
<img src=”http://www.roggi.homestead.com/files/undirskrift1-full-loop.gif"