Alla vega… ég, félagi minn og hinn félagi minn fórum að spila með nokkrum púkum smá D&D.

Allir byrjuðu level þrjú, nema við tveir (einn var DM-inn) vorum Half-Celestials. Þannig við vorum þokkalega öflugri. Og stjórnuðum öllu saman. Einnig erum við miklu eldri en þeir og þar með gátum við kúgað þá til að gera það sem okkur langaði.

Áður en spilið byrjaði má nefna það að ég hirti af einum spilanda orkuna hans og drakk hana!!!! HAHAHHAHAHA!

Svo tókum við kókið þeirra og pepsi-ið þeirra og nutum góðs af, sendum þá til að búa til djús handa okkur þegar gosið var búið. Það var gaman, en í sjálfu spilinu var það enn betra.

Þetta var það þannig að við fórum á einhverra skrifstofu þar sem við fengum verkefni um að losa einhvern bæ við einhvað undead plague… víííí! En alla vega, við mættum á undan, hlustuðum á það sem gimpið sagði og svo mættu púkarnir. Þá voru þeir voða áhugasamir og voru að reyna að safna vísbendingum eða eikkað…

en nei!!

ÉG, ég endurtek, ÉG! nennti ekki að bíða, svo haldið var strax af stað. Svo fundum við einhvern 3 tomb, og vorum að brjóta niður fyrstu dyrna sem gekk heldur brösulega… þá datt einum púkana í hug að fara að tékka á næstum dyrum.

Ónei! Mér og hinum félaganum sem var að spila þótti það ekki nógu sniðugt svo honum var bannað það. Einnig tók DM-inn virkan þátt í því að kúga þá. Múahhahahha!

Svo fórum við niður og gerðum hitt og þetta drápum hina og þessa og fundum svo einhvern fjársjóð. Ehemm…

þeir áttu ekkert skilið að fá fjársjóð. Svo að hinn félaginn minn hirti hann ALLAN!!! mér þótti það allt í lagi, en þeir voru víst einhvað ósáttir, en hei! við vorum eldri. Við réðum.

En svo fórum við þaðan redduðum málunum og dót og ætluðum að halda af stað. En nei! En hérna DM-inn ákvað að reyna að pranga inn á einn púkan einhverjum ofur-vagni sem gat farið miklu hraðar en hestvagn. Eftir að playerinn var búinn að neita heil lengi og dót þá kom ég, bannaði honum að kaupa hann og sagði honum að drífa sig.

Þá keypti félaginn minn vagninn og skemmti sér konunglega!!!!

vííííí

Svo stuttu seinna komum við að einhverju turni sem var umkringdur af goblinum. Félagi minn sem gat flogið var fyrstur á staðinn og tók einn goblininn upp og fór að spyrjast frétta. Goblinin pannikkaði og kallaði “BOÐFLENNA” að sjálfsjögðu þýðir það DAUÐADÓMUR!!! OG hann kastaði pöddunni í tré. Og hún dó.

Svo kom restinn, ég og fíflin. Og lentum í einhverjum rosabardaga… þarna vorum við gamlingjarnir flesti komnir með alvarlegan svefngalsa og var víst vondikarlinn… 27/27 level Druid/Wizard.


við vorum 4 level. Einnig voru þessir goblinar einhverjar ofur-hetjur eða eikkað og allt slæmt sem gat skeð, skeði.

ÉG fór strax að reyna að berja niður hurðina þarna en ekkert gekk, þá kom eitt fíflið og reyndi að hjálpa mér. Stuttu seinna var helt sjóðandi heitri olíu á okkur… allt í lagi með það.


Svo var kveikt í henni… dayum!

Púkinn panikkaði og hljóp einhvert í burtu, pissaði á sig og reyndi að slökkva í sér. Þá kom vondi karlinn og gerði einhvern fáranlegan galdur og breytti einhverjum trém í vonda “TreAnts”. Þá fékk ég nóg og ákvað að snúa aðeins upp á ruglið.

Gerði “Summon Solar”… litlu púkarnir spurðu “Ha??? getur þú gert það?”… ég alveg, já já, ég er sko Half-CELESTIAL!!! og DM-inn studdi það af sjálfsjögðu og lét wizardinn tefjast við að gera “Dispel summonin” á mig. Brast ég hinn harðasti við …

gerði Timestop! (sama afsökun, ég er HALF-CELESTIAL!!!!)
svo gerði ég Gate inn í turninn, og notaði Reverse Gravity til að sjúga “The Elemental Plan of Fire” inn í turninn. Svo notaði ég annan galdur, til að breyta öllum ofur-goblininum í …

HAHAHAH! afsakið… Goblina með einn fót, hálfan handlegg og augun oní munninum! Þannig alltaf þegar þeir kyngja er séns á að þeir blindast varanlega.

Svo þurrkaði ég út allan plöntugróður í 12kílómetra radíus.

Auðvitað gat ég þetta því ég var “HALF-CELESTIAL”… og DM-inn jánkaði við því.

ah…

það var gaman.<br><br><a href="http://fearz.blogspot.com“ target=”_blank">
Thug Blog dauðanz maphakkaz</a