Yo! Þetta hérna er drykklangur texti eða saga characters sem að ég er að íhuga að spila á Vampire: The Masquerade.
Þetta fjallar um gaur sem að kemst hægt og rólega að því að hann er Caitiff Vampíra. Fyrir þá sem ekki vita eru Caitiff vampírur þær vampírur sem að eru clan-lausar. Þær vita ekki klan sitt vegna einhverra ástæðna. T.D Hugsanlega skildi “sire” þeirra þær eftir eftir að hann gerði þær að vampíru því að hann áttaði sig á þeim hræðilegu mistökum sem að hann var búinn að gera.

———————————————- ——————-

Partur I - WTF!

Aron vanknaði í dimmu húsasundi, honum leið á einhvern ólýsanlegan hátt “hræðilega”. Hann mundi ekkert hvernig hann hafði komist hingað og hafði nánast engar minningar um kvöldið. Hann mundi þó að

hann hafði ákveðið að kíkja út á lífið þar sem að það var föstudagur og fór því á uppáhaldsskemmtistaðinn sinn. Hann mundi einnig eftir að hafa læst augum við þó nokkuð myndarlega konu, fannst

honum hún vera svo “heillandi” á einhvern hátt að hann varð einfaldlega að elta hana er hún gekk út úr staðnum… en svo mundi hann ekki meir. Hann staulaðist á fætur og reyndi að ná tökum á

sjálfum sér. Hann litaðist um og varð ágætlega skelkaður þegar hann kom auga á slóð af blóði sem að lá út úr húsasundinu. Honum leist ekkert á þetta og ákvað að reyna að komast sem fljótast heim.
Hann gekk út úr húsasundinu og sá að næturlíf borgarinnar var enn í gangi, fólk að taka leigubíla heim af skemmtistöðum, nokkur ungmenni að kasta upp bakvið ruslagáma í nærliggjandi húsasundum og

enn aðrir að keyra um göturnar… enda var klukkan aðeins korter yfir tvö, samkvæmt úrinu hans. Hann kallaði í næsta leigubíl, gaf upp heimilisfang sitt og var síðan keyrður heim.

Þegar heim var komið borgaði hann leigubílstóranum fargjaldið og gekk að húsi sínu. Húsinu mátti lýsa sem nokkurnskonar sumarhúsi. Það var ágætlega stórt, tveggja hæða, vel hannað og afskaplega

snoturt enda hafði hann greitt þó nokkuð væna fúlgu fyrir það. Hann gekk inn og fór rakleiðis inn á baðherbergið, sem var á annari hæð, þar sem að hann burstaði tennurnar og undirbjó sig til

svefns. Þarnæst fór hann inn í svefnherbergið og upp í rúm. Það leið þó nokkur tími en Aron tók eftir því að hann var eiginlega ekkert þreyttur, kannski smá vankaður eftir kvöldið en það var nú

bara eðlilegt. Honum tókst þó á endanum að sofna.

Partur II - Ég er veikur?

Hann vaknaði mjög seint næsta dag, kl 4 en var þó óskiljanlega þreyttur ennþá. Hann ákvað að fara niður í eldhús til að fá sér eitthvað að borða, hann var nefnilega orðinn frekar svangur. Þegar

hann var kominn niður tók hann eftir því að honum leið frekar illa í birtunni sem að skein í gegnum gluggatjöldin. “En hvað með það!”, hugsaði hann með sjálfum sér, “Þetta er bara ”morgunþreyta“ í

mér”. Hann skellti Cheerios í skál ásamt mjólk og hóf að skófla þessu í sig, honum hafði aldrei fundist svona “erfitt” að borða mat áður, jafnvel þótt að Cheerios væri ekkert sérstaklega bragðgott

að hans mati. Eftir um það bil hálfa mínútu leið honum óhemju illa í maganum. Honum leið svo illa að eftir aðeins smástund kastaði hann upp þeim örfáu skeiðum sem að hann hafði náð að koma niður.
Eftir að hafa náð sér, fór hann í það að þrífa þennan uppgang sinn og hann var þegar farinn að púzzla saman kvörtunarbréfi til General Mills. Eftir að hafa þrifið viðbjóðinn var þessi

“morgunþreyta” farin að ná verulega til hans, þannig að hann ákvað að fara aftur upp í rúm. Það skipti svosem engu máli, hann hafði ekki haft neitt fyrir stafni í dag, kannski að fylgjast aðeins

með hlutabréfamarkaðnum, en ekkert sérstakt.

Hann vaknaði um kvöldið sama dag, hress og kátur en hinsvegar mjög svangur. Hann var ekki í skapi til að elda og hringdi því í pizzastað sem var staðsettur frekar nálægt og pantaði sér pizzu með

beikon, skinku og ananas. Þegar pizzan kom, um það bil 20 mínútum seinna, borgaði hann sendlinum og “réðst” síðan á pizzuna. Það var skrítið, en honum fannst erfitt að koma niður pizzuni, alveg

eins og með morgunkornið sem að hann át þegar hann vaknaði. Og viti menn! Hálfri mínútu síðar kastaði hann upp því litla sem að hann hafði komið niður. Hann fór strax í það að þrífa upp eftir sig

og var þegar farinn að púzzla saman öðru kvörtunarbréfi, stílað á pizzastaðinn.

Honum datt strax í hug eftir þetta að hann hefði veikst svo hressilega af því að liggja í húsasundina kvöldið áður að meltingakerfið hans væri einfaldlega ekki að starfa eðlilega. Hann ákvað að

mæla í sér hitann með hitamæli sem að hann geymdi inni á baðherbergi. Hann stakk honum upp í sig, beið í 5 mínútur og tók hann svo út úr sér. Mælirinn sýndi 20 gráður. “Þetta getur ekki staðist!”,

hugsaði hann með sér, “Þá væri ég dauður eða eitthvað!”. Hann henti mælinum í ruslið og “úrskurðaði” hann sem bilaðan. Eftir að hafa grýtt öllum hitamælum í húsinu í ruslið ákvað hann að hringja í

heimilislækni sinn; Dr. Zodd. Zodd var gamall vinur Arons og hafði því ekkert á móti því að koma yfir til hans Arons til að líta á hann. Eftir samtalið ákvað Aron að yla upp húsið aðeins, áður en

að Dr. Zodd kæmi yfir… hann ákvað að kveikja upp í arninum.

Partur III - Ekki leika þér með eld!

Áður en hann kverkti upp í arninum fór hann og kveikti á sjónvarpinu, það var laugardagur, og því hlaut dagskráin að innihalda eitthvað sniðugt. Hann eyddi nokkrum sekúndum að svissa á milli stöðva

þar til að hann kom að stöð sem að var að sýna gamla hryllingsmynd, ein af þessum sem sýndi blóð fljúgandi um loftið í gegnum nær helming sýningartímans. Honum fannst það furðulega heillandi að

horfa á gervi-blóðið í myndinni renna út um allar götur. “Gaa! Nóg um þetta!” hugsaði hann með sér og fór í það að kynda upp. Hann náði í nokkra hágæða arinkubba og stillti þeim upp á þann máta sem

að hann vissi að myndi gera þeim kleift að brenna vel. Hann tók Dic arinkveijarann sinn úr nærliggjandi hillu. Hann bar kveikjarann að kubbunum og var í þann mund að kveikja í kubbunum þegar hann

heyrði virkilega athyglisvert öskur úr sjónvarpinu. Hann sneri höfðinu til að sjá hvað var að gerast í kassanum og kveikti ósjálfrátt í kubbunum í leiðinni. Kubbarnir urðu alloga á innan við 5

sekúndum sem að fékk Aron til að horfa aftur á það sem hann var að gera. Hann leit beint í þennann mikla eld sem hafði myndast á þessum skamma tíma… og það var einsog hann heyrði eitthvað inní

sér bresta.

Þvílíkur ótti!

Ósjálfrátt TRYLLTIST hann og fylltist með ótta sem að lét verstu martraðir hans líta út sem gönguferð í garðiunum. Hann þaut sem óður eins fast og hann gat í átt frá eldinum, í “gegnum” sjónvarpið,

braut sig í gegnum hurðina sem að aðskyldi stofuna frá aðalganginum og hljóp sem fætur toguðu upp stigann og inn í svefnherbergið sitt þar sem að hann skutlaði sér undir sængina og hreyfði sig ekki

næstu 15 mínúturnar. Þegar hann hafði náð tökum á sér, fór hann hægt og rólega aftur inn í stofuna. Þar harfði hann í annað sinn á eldinn sem að hann hafði kveikt. Hann fann að hann var enn

skíthræddur við eldinn. Hann botnaði ekki upp né niður í hvað hefði komið yfir sig, þetta var jú einfaldur hlutur sem að hann hafði gert í fjölmörg skipti áður. Reiður, brenglaður og enn

banhungraður, slumpaðist hann niður í þægindastólinn sinn og horfði á sjónvarpið sem lá brotið á gólfinu… “Æji, hvað með það… tækið er enn tryggt og þetta var nú svosem ekkert voðalega sérstök

mynd”, hugsaði hann með sér og beindi athygli sinni aftur að eldinum. Hann var nú aðeins rólegari, en ekki um mjög. Eldurinn var ennþá eitthvað honum stóð mikill uggur af.

Þreyttur og nær yfirbugaður af hungri starði hann út í loftið í smástund en lokaði svo augunum og féll í svefn.

Partur IV - John Doe? Hvað meinarðu!?

Aron opnaði augun og var í smá tíma að aðlagast mikilli birtu sem að upplýsti herbergið. Hann leit í kringum sig og brá hressilega við að sjá að hann lá á líkhillu í líkhúsi. Það virtist sem að

einhver hafði verið nógu “kurteis” eða kærulaus til að skilja hilluna sem að hann lá á opna. Hann tók einnig eftir að hann var nakinn. Nú var hungrið í honum orðið það mikið að hann nánast urraði

og slefaði við hverja einustu hreyfingu. Hann staulaðist fram, útúr líkhúsinu og sá hurð til hliðar við innganginn að líkhúsinu merkta “Rannsókn”, hann gekk þar inn og skimaðist um. Hann kom auga í

litla plastdollu sem að innihélt rauðleitan vökva, hann ályktaði að þetta væri blóð. Það var einsog einhver stjórnaði honum, því að án þess að hugsa greip hann dolluna, opnaði hana og skellti

innihaldinu ofan í sig… útaf einhverri stórfurðulegri ástæðu leið honum strax “betur”. Það var einsog hungur hans hefði að örlitlum hluta til verið seðjað, en hann vildi fá meira… meira blóð.
Hann skoðaði rannsóknarstofna nánar. Hann sá nokkrar vélar að gera sjálfvirkar prufanir á hinum og þessum vökvum, en hann kom ekki auga á meira blóð. Hann fann hinsvegar föt af hjúkrunarfræðingi,

brotin saman á einu borðinu. “Þetta dugar í bili”, hugsaði hann innra með sér og eftir 2 mínútur gekk hann út úr stofunni, dulbúinn sem hjukrunarfræðingur. Hann gekk í gegnum það sem að var

greinilega spítali, sjúklinga-herbergi, læknaskrifsktofur, uppskurðar herbergi, allt saman. Hann hélt áfram að ganga þar til að hann rakst á vin sinn, Dr. Zodd sem að leit út sem hann væri mjög

sorgmætur.

Dr. Zodd horfði á hann með óttaslegnum svip og náði að hiksta nokkrum orðum út úr sér. “Nei…. það getur ekki verið, þú ert dáinn! Ég… úrskurðaði þig látinn sjálfur þegar að ég kom að þér dauðum

heima hjá þér!”

Aron, þrátt fyrir að hafa fengið smá blóð fyrir örskömmu, var ennþá banhungraður og geðfirrtur og hreytti því útúr sér; “Zodd, ég get ekki útskýrt þetta núna… en mig vantar fötin mín og allt sem

að var á mér þegar þú færðir mig hingað, hittu mig svo við útganginn…… og komdu með blóðpoka!!” “Já, en….” sagði Zodd. “EKKERT en! Ég útskýri allt seinna þegar ég hef náð áttum…… svona!

Af stað maður!”, “urraði” Aron. Zodd varð fölari en allt sem er fölt en hlýddi þó því sem að vinur hans hafði beðið hann um. Þeir hittust við lítið notaðan útgang þar sem að Aron skellti sér í

fötin sín og hrifsaði blóðpokan af Dr. Zodd. Hann strunsaði út og sagði við Zodd að hann myndi hafa samband.

Zodd horfði á eftir vini sínum og teygði sig í silfurlitaðan pela sem að hann geymdi í rassvasanum.

Partur V - Er ég hvað!?!

Aron strunsaði inn í næsta húsasund, þar sem að hann tók fram blóðpokann og hélt á honum eins og þetta væri hin dýrmltasta gersemi… í augum hans var hann það. Hann gat ekki beðið lengur, hann

beit sem fastast í pokann og japlaði sig í gegnum plast-himnuna. Hann tók eftir á meðan þessu stóð að augntennurnar sínar virtust hafa stækkað… lengst… og voru nú flugbeyttar. Þar sem að hann

var nú búinn að gera þó nokku gott gat á pokan, eyddi hann ekki sekúndubroti við það að sturta blóðinu upp í sig og kyngja því. Hann hamaðist svo mikið við þetta að dágóður slurkur af blóðinu

sullaðist út úm allt andlit hans. Honum brá hressilega þegar hann heyrði manneskju fyrir aftan sig mæla;

“Rólegur maður! Blóðið fer ekki neitt!”. Aron sneri sér við og sá frekar hávaxinn og mikinn mann standa þar. Honum leið eins og krakka sem hafði verið staðinn að verki við að stela úr kökukrúsinni

og setti upp viðeigandi svip. Maðurinn, sem var klæddur galla buxum og leðurjakka, fór að hlæja og sagði svo; “Engar áhyggjur, ég veit hvernig þér líður, þetta kemur fyrir okkur alla

einhverntímann. Við lendum í smá hrakningum og fáum ekki sopann okkar í nokkra daga sem gerir mann ágætlega geðvondan og gráðugan.

Aron var enn stjarfur, ókunnug manneskja hafði séð hann slafra í sig blóði og talaði um það einsog það væri eðlilegt? Þetta var eitthvað bogið! Manneskjan hélt áfram að tala;

”En heyrðu, viltu ekki fara lengra frá almenningi á meðan þú ert að þessu? Þú vilt ekki að neinn sjái til þín er það?“

Aron leit í átt að götunni, það var rétt hjá þessari manneskju, hann var frekar nálægt útgangnum á húsasundinu og hver sem er gat séð til hans.

”Komdu, gakktu með mér aðeins lengra inn í sundið þar sem þú getur nærst í friði“, sagði maðurinn og gekk innar. Aron fylgdi honum. Þegar þeir voru komnir innar skellti Aron restinni af blóðinu

ofan í sig, honum var nokkurn veginn sama um það að bláókunnugur maður væri að horfa á hann gera þetta, hann virtist vita hvers vegna hann þurfti á blóðinu að halda. Aron krumpaði saman plastpokann

, fleygði honum á jörðina og leit á manninn.

”Hver ert þú og hvers vegna finnst þér svona sjálfsagt að horfa á annann mann drekka blóð?“, sagði Aron.
”Ja, mér finnst það eðlilegt af því að ég er eins og þú.“
”Eins og ég?“ Sagði Aron.
”Já, eins og þú!“ Hann virtist fyllast stolti þegar hann hélt áfram að tala. ”Ég er Magnus, af Brujah blóðlínunni.“
Aron hikaði áður en hann svaraði. ”Blóðlína? Hvað meinarðu?“
”Já, þú veist… Brujah, Gangrel, Toreador og svo framvegis! Hvað ertu “nýfaðmaður”? Er meistari þinn ekki búinn að kenna þér neitt?“ spurði Magnus frekar forviða.
Aron horfði á hann í smá stund og sagði svo ”Faðmaður…… meistari hvaða meistari!?“.
Magnus leit þungum augum á hann. ”Enginn meistari……. engin vitneskja um blóðlínurnar…. ekki segja mér að þú sért Caitiff!?!“
”Caitiff? Hvað er það?“, spurði Aron, mjög ágjarn.
Magnus hló og frussaði útúr sér ”Ja hver andskotinn! Þú ert Caitiff!!“ Magnus byrjaði að ganga í burtu…
”Hey! Bíddu!“ Kallaði Aron örvæntingarfullur. ”Hvað er Caitiff!? Hvað hefur komið fyrir mig!? Segðu mér það!“
Magnus sneri sér við. ”Æj… ég veit ekki, það tekur tíma og það er hálf-vandræðalegt að láta sjá sig með félagslegu úrhraki“
Aron horfði einfaldlega á hann með mestu hvolpa augum sem hann hafði nokkurn tímann sett upp.
”Æj, fjandinn hafi það! Af hverju ekki? Það ætti ekki að skaða orðstýr minn í Camarillunni það mikið.“ Sagði Magnus og byrjaði að ganga aftur í áttina að Aron.

Partur VI - Eftirmáli

Næsta mánuð fékk Aron að vita ýmislegt. Að hann væri í raun dauður, Vampíra. Hann fékk að vita að hann myndi aldrei aftyr gangu undir sólinni, að héðan í frá myndi hann þurfa á blóði til að lifa og

að hann myndi aldrei eldast, aldrei breytast, aldrei eignast börn. Hann lærði um Kain og synd hans, um blóðlínurnar 13, Samfélag Leopolds og aðrar ofurnáttúrulegar verur. Hann og Magnus urðu fljótt

vinir og Magnus kenndi honum hvernig hann gæti lifað af í heimi vampírna. Hann útskýrði fyrir vini sínum Dr. Zodd um hvað hann væri núna. Læknirinn trúði því ekki í fyrstu en eftir að Aron sýndi

honum hina ýmsu hæfileika og galla sem fylgdu því að vera vampíra, var hann sannfærður. Hann lofaði að segja engum frá þessu og lofaði að stela smá blóði öðru hverju úr rannsóknardeildinni handa

honum svo að hann þyrfti ekki í sífellu að ráðast á saklaust fólk úti á götu.

Nokkrum vikum seinna var Aron að undirbúa sig til þess að fara út á lífið. Hann ætlaði að fara á nýjan næturklúbb í borginni með Magnusi í þeim tilgangi að ”veiða" sér til matar. Hann var nú búinn

að sætta sig við hvað hann var, ódauðleg vera sem nærðist á blóði. Honum fannst það hálfpartinn spennandi. Dyrabjallan hringdi, það var Magnus. Þeir lögðu af stað í borgina…..

Endir

—————————— ———————————-

Ath! Ég held því alls ekki fram að sagan sé góð, þetta er fyrsta tilraun mín til að virkilega reyna að búa til bakgrunn fyrir einn af characterunum mínum.
EvE Online: Karon Wodens