Nú varð ég mjög sár, þegar ég sá síðustu skoðanakönnun. Birthrigt var ekki þarna inni. Ég býst við því að þetta hafi gerst því fáir þekkja Birthrigt. Þannig að ég ætla að kynna það hérna.

Birthright
Er fantasíu heimur, stundum kallaður low fantasy vegna þess að það er mikið af galdramönnum og galdrahlutum. Drekar eru til dæmis fágætir svo ekki sé meira sagt. En það sem þessi heimur leggur mestu áhersluna á er konungsveldi. það sem er lagt mest áherslu á í birthright eru reglurnar fyrir að vera konungur og að stjórna konungsveldi. Það er mesta áherslan.
Hvað gerir þú sem spilari?
Það er hægt að spila þetta á marga vegu. Á venjulegan máta, það er að segja sem ævintýragrúppa og það verður að játast að heimurinn er mjög vel útfærður og mjög detailed (man ekki íslenska orðið) þannig að það getur verið mjög gaman að spila þannig.
Það er lika hægt að spila þannig að hver player taki við hlutverki innan ríkisvaldsins. Einnn verður konungur, annar verður æðsti presturinn, þriðji verður court mage, fjórði verður stjórnandi gilda. Síðan er hægt að spila þetta þannig að hver spilari spilar eitt ríki. Stjórnar konungi í ríkinu. Það er lang erfiðast.
Hvað er gaman við þetta?
Diplomacy er ótrúlegt í þessu spili, hugsa hvað á maður að gera til þess að stíga ekki á of margar tær sem geta ráðist á þitt ríki. Haga hlutunum þannig að þú verður öflugastur eða eigi öflulugt ríki.
Eru einhverjar miklar breytingar á þessum heimi miðað við aðra?
Já, álfar eru ódauðlegir, þeir deyja bara ofbeldisfullum dauðdaga. Flestir sem eru valdmiklir verða að hafa “blóðlínu” til þessa að geta stjórnað ríki. Blóðlína gefur manni ofurnáttúrulega hæfileika. Galdramenn verða að hafa svokallaða blóðlínu til þess að geta kastað göldrum yfir 2 leveli. Heimurinn er mjög vel útskýrður, með fjölda borga og bæja í hverju ríki, hver sjórnar hinu og þessu ríki ofl.

Tsr lagði mikla vinnu í þennan heim, frábærar myndir í bókunum og allt það var frábært. En bækurnar voru dýrar í framleiðslu þannig að wisards of the coast lagði niður þessa línu. MJÖG sárt fyrir mig og mína spilagrúppu en það er ekkert sem við getum ekki lagað.

Þannig að þegar næst verður skoðanakönnun þá verður birthrigt að vera með, það er skilyrði.

Sivar

P.s mér finnst að “ég ætla” valkosturinn ætti að missa sín, hann er marklaus þar sem margir sem merkja við hann eru bara að fá stig.