Og algjört vald gjörspillir. Svo sagði meðal annarra, enski lávarðurinn og sagnfræðingurinn Acton. Á meðan meðal maður hefur oftast sýnt sam-félögum sínum virðingu, þá er aðra sögu að segja af konungum, keisurum og ráðherrum. Oftast er það einnig svo, að ef þú færir meðaljóninn upp á við í þjóðfélaginu, hverfur fljótt viljinn til að sýna öðrum réttlæti, í takt við þá vitneskju að hann kemst upp með það sem hann vill.

En af hverju er ég að skrifa þetta á spunaspil, en ekki alþingi?

Í flestum spunaspilum er margfalt meiri stéttaskipting milli persóna, heldur en í daglegu nútímalífi. Nokkurn veginn allir fullorðnir einstaklingar í okkar þrjúhundruðþúsund sálna samfélagi eiga góðan möguleika á að stytta Davíði Oddsyni aldur, ef þeim virkilega sýndist sem svo. Önnur staða hjá hundrað-og-eitthvaðþúsund fyrsta level commoners í Waterdeep, ef þeim væri uppsigað við Khelben Arunsun. Hann gæti drepið hvern einn og einasta, á sama deginum.
Eins er hægt að minnast á, að klókasti kaupmaður í heimi, á varla nokkurn möguleika á að standa sig betur í viðskiptum, heldur en galdrakallinn, sem kann nokkra vel valda galdra úr enchantment skólanum.

Miðað við þetta, og hve auðveldlega PC-klassaðar persónur geta stjórnað samfélaginu, þá höfum við myndað einskonar aðalsstétt. Og ef að fylgt er lögmálinu um spillingu valds, því ofar sem við förum í levelum og (minna vægi)samfélagsstöðu, því meira vald, því meiri spilling.

Að sjálfsögðu er þetta einföldun, því að margt spilar inní, en hér er verið að horfa á stóru myndina en ekki einstaklingana (eins og Elminister). Þá fæ ég gróft út að 90% lægstu stéttarinnar sýni samfélags og siðferðiskennd, hvaða ástæða sem liggur því að baki. Tölurnar breytist síðan eftir því sem ofar er farið, og endi á því að snúast við í hæstu valdastigunum. Þetta er svo heimfært uppá persónurnar, þær verða þá mismunandi skuggar af gráu, en ekki svartar og hvítar (nema paladínarnir, auðvitað:)

Þetta er síðan hægt að heimfæra upp á guðina, spilltu og siðblindu guðirnir eru valdir úr breiðum hópi umsækjenda, og þar af leiðandi mjög vel verki sínu vaxnir, en réttlátu guðirnir (hverjir sem þeir nú eru, gott að hafa það soldið óljóst) eru studdir af milljónum einfaldra og lágt settra dýrkennda.

Þetta lögmál hef ég síðan nýtt mér til að lagfæra, það sem mér finnst staðreyndavillur í þeirri veröld sem ég spila í, Faerun.