Ok þið ætlið kannski að fara að segja að þessi grein passi engan vegin hér inná spunaspil en það gerir það. Ég sagði á kork hérna að spila spunaspil og að spila Neverwinter væri engan veginn það sama, ég hafði rangt fyrir mér. Það er svo að ég fann þessa magnaða síðu sem heitir Neverwinter connections og er notuð til að finna leiki sem eru í gangi og henta þér. Þar er hægt að finna ævintýri fyrir 3-7 leikmenn sem eru stjórnuð af DM og er mjög nálægt því að vera það eina sanna, ekki eitthvað hack ‘n’ slash dæmi. Bara spurning um að finna réttu DM-ana. Ég mæli með þessari síðu fyrir alla sem eiga leikin og vilja komast í alvöru roleplay.

Hún er einföld í notkun, maður skráir sig inn, finnur leiki sem henta manni, segir frá því hvernig persónu maður ætlar sér að spila og allt er klárt. Þú þarft kannski að skrifa littla klausu um persónunna en það er bara til að koma í veg fyrir að powerplayerar og l33tspeakers komist inn og eyðileggi allt fyrir hinum.

Slóðin er http://www.neverwinterconnections.com/
sendið mér bara skilaboð ef þið skiljið ekki hvernig þetta virkar nákvæmlega og ég skal hjálpa eftir bestu getu.

En ég verð að segja það að þetta er ástæðan að ég fór að spila Neverwinter aftur, ég varð fyrir vonbrigðum þegar maður sá að þetta var bara annað hack ‘n’ slash en þessi síða….. bjargaði lífi mínu ;)
“Where is the Bathroom?” “What room?”