Rifts - heimur sem fáir kannast við (held ég) hér ætla ég að kynna hann aðeins.
Kerfið: Kerfið er frá palladium, þetta er auðvelt, fljótlegt kerfi, byggir á levelum en þeir skipta sjaldan máli. Margir skillar. Bardagakerfið er fljótlegt og auðvelt, laggt mikið upp úr því að freta sem mestum byssukúlum í einum bardaga. Assault on the precint 13 er fín kynning á bardagakerfinu.
Heimurinn:Gerist í framtíðinni, post holocaust heimur. Mennirnir ákváðu að fara í styrjöld og hún endaði með því að það var hent nokkrum atómsprengjum af stað. En sagan er ekki öll sögð því þegar fólk dó í svona gríðarlega miklum fjölda þá fór lífsorkan þeirra út í heiminn og kveikti á atburðarás sem opnaði víddir í aðra heima. Nú 100 árum seinna er mannfólkið í minnihluta. Aðrir heimar hafa gert innrás inná Jörðina og það lítur allt út fyrir að jarðabúar tapa. Tæknin er mikil en var meiri áður en styrjödlin byrjaði.
Tilgangur:Að bjarga sjálfum sér. Þú ert oftast einstaklingur sem er með high tech weaponry sem er að ferðast um heiminn og auðga hann eða sjálfan sig. Það eru galdramenn og pchycics til. Öll race sem maður getur fundið alveg frá dreka upp í hálf guð.
Kostir: Öflug vopn, ýmindunaraflinu gefnin lausan tauminn. Hraði, mikil eyðilegging og skemmtun.
Gallar: Palladium system misstu sig í geðveikinni og bækurnar sem þeir gáfu út var alltaf að toppa sig í því að vera öflugri og öflugri. Þannig að það voru of öflug vopn og ýmindunaraflinu var gefin of laus taumur.

Ég hef skemmt mér vel við að stjórna þessu, þó að ég hafi ekki gert það í langan tíma. En það eru góðar minningar þaðan.

Siva