Ég hef séð að margir hafa verið að koma með heimtingar um að spilamót sé haldið og alltaf er ætlast til að Steinerinn eða Nexus haldi það. HALLÓ hvað með að þeir sem eru að heimta mót taki sig saman og haldi sjálfir mót?

Það er ekki eins einfalt og það sýnist að halda mót en það þarf ekki að vera vesen. Allt sem þarf er 1-5 manneskjur með vilja til að halda mót og hafa hugan við verkið. HÁMA hefur haldið 2 spilamót fyrir félaga sína og þó þau hafi ekki verið fullkomin þá lærir fólk af reynslunni.

Hér eru nokkrir punktar sem ættu að hjálpa aðilum sem vilja spilamót og hafa tíma til að skipuleggja það:

1. finnið dagsetningu, helst helgi þar sem annað hvort föst. eða mán. er frídagur. Þið þurfið ekki að miða ykkur við Quake mót eða þess háttar.

2. kannið möguleika á húsnæði: Farfuglaheimili? Samkomuhús? félagsmiðstöðvar? skátarnir? trúarfélög? íþróttaheimili? ekki útilöka neitt en að sjálfsögðu þarf að hafa helst í huga kostnað og aðgengi.

3. Boðið mót, hafið þó amk. viku fyrirvara, helst mánuð (ekki mikið lengur). gefið fólki ákveðinn tíma til að skrá sig og nema það sé lítil þáttaka á stopiði skráningu á settum tíma (1-3 dögum fyrir mót)

4. veljið húsnæðið eftir skráningu (ef möguleiki er fyrir hendi) og raðið niður í hópa.

Þetta þarf ekki að vera erfitt og svo getur “nefndin” mætt fyr og gert húsnæðið klárt.

Hvernig væri að fólk hætti að væla og gerði e-ð í málinum.

kv.
Icequeen