Ég var að velta fyrir mér hvað er eiginlega að gerast mað þetta áhugamál. Sko mér fannst persónulega mjög slæmt að spilamótið skildi falla niður vegna þess að of fáir DM voru til taks en ég er viss um að þetta var bara slæm tímasetning. Ég til að mynda var ekki tilbúinn með mitt ævintýri. En er ekki löngu kominn tími á að þrýsta á eftir þessu blessaða móti þó það verði ekki fyrr en október þá finnst mér að það meigi fara að hefja umræðuna.

Ennig er ég ekki svo viss um að NeverWinterNights eigi frekar að fara undir BaldursGate heldur en Spunaspil því flestir role-players sem ég þekki eru eða ætla að spila leikinn og mikið hefur verið talað um að spila almennt á netinu. Það meikar í sjálfu sér miklu meira sens maður þarf ekki að eyða endless time í að bíða eftir fólki(hmfpr Dingull maður sem á eigin time zone) . Það er ástæða fyrir því að þessi leikur seigist breyta RP forever. Og fólk sem heldur fram öðru er bara eitthvað skrítið. Ég er ekki að segja að útkrotuðu character sheetin séu úr sögunni. Ég er bara að segja að kanski sé kominn nýleið/önnurleið til að spila roleplay og finnst mér að við þurfum að minnsta kosti að athuga málið.