'Eg hef verið að spila og stjórna í þó nokkurn tíma og þessi spurning hefur stundum vafist fyrir mér. Stjórnandi í gamla dag faldi sig á bakvið eitthvað screen og kastaði teningum í gríð og erg þegar maður hitti eitthvað monster í dunguninu. Síðan fór að bara á því að maður fór að búa til background á karaktera og fór að búa til persónu, sem átti sína drauma og sínar þrár. Þá kom þrýstingur á stjórnandann að láta þessa draum koma í ljós, kannski rætast eða kannski varð karakterinn fyrir vonbrigðum. En þá fór mikið í gang, karakterinn var svo mikill karakter að maður var ógeðslega fúll yfir því að karakterinn skyldi deyja dauðdag sem var ekki honum þóknarlegur (stjórnadinn fékk 20 á teninginn, og maður var með svona critical hitt töflu, og 100 á prósent, og hjó af manni hausinn). Ef það væri of mikill random factor þá er eiginlega ekki forsenda fyrir því að láta karkaterinn þróast sem persóna (finnst mér). Síðan er sá hugsun að random þátturinn er skemmtilegur (maður veit aldrei hvenær vondi kallin hnígur niðru, það gæti verið að maður þoli ekki öll höggin frá honum). En hvað á maður að gera? Ég hef valið fyrri kostinn, fórnað vissu elementi af randominu fyrir það að láta karaktera þróast (en auðvitað getur hver maður dáið, ef hann er í vissi aðstæðum og gerir vissa hluti). En hvað hafið þið notað, fíliði þessa leið?