Ég sá áðan þegar að ég var að lesa síðustu grein að nokkrir sögðust hafa spilað In nomine kerfið. Ég er einmitt ný búinn(nokkrir mánuðir)að kaupa mér kerfið og mér finnst það frábært. En ég sé fram á mikla erfiðleika við að búa til ævintýri og halda spilinnu gangandi. Hugmyndinn finst mér stórkosleg og ég les bækurnar fram og til baka (sér í lagi sögurnar og lísingar á yfirboðurum, stöðum og choir/band) mér til skemtunnar.
En ég hef bara spylað kerfið 2 sinnum sökum hugmynda leysis og annara efiðleika. Þetta stefnir nú allt til bóta en gott væri að fá hugmyndir og kannski gott spjall um eitt skemtilegasta kerfi sem búið hefur verið til.